Fréttir
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar fundar í Turninum, Firði
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur fengið nýjan glæsilegan fundarstað en fundir klúbbsins verða frá og með 3. apríl í Turninum, 7. hæð í vestari turninum í verslunarmiðstöðinni Firði, Fjarðargötu 13. Þetta er sennilega glæsilegasti fundarstaður bæjarins með glæsilegt útsýni yfir bæinn.
Fundir eru sem fyrr, fimmtudaga kl. 12.15-13.30. Verið velkomin á fund.