Fréttir

12.5.2005

Nýr rótarývefur í loftið

Egill Jónsson, umdæmisstjóri, Ólafur Ólafsson, form. vefnefndar og nefndarmennirnir Guðni Gíslason og Jón B. Stefánsson ásamt Þórdísi Árnadóttur skrifstofustjóra Rótarýumdæmisins.

 

Rótarýumdæmið á Íslandi hefur opnað í dag nýjan og mikið endurbættan vef. Byggt er á öflugu vefumsjónarkerfi frá Nepal í Borgarnesi og hefur vefnefnd umdæmisins unnið að vefnum sl. ár. Egill Jónsson, umdæmisstjóri opnaði vefinn kl. 16 í dag.

 

Á vefinn hafa verið settar fjölbreyttar upplýsingar um starf Rótarýhreyfingarinnar og vefurinn verður lifandi með nýjum upplýsingum um leið og þær berast. Nefndum umdæmisins verður gefinn kostur á að halda utan um upplýsingar um starf sitt auk þess sem nýja síðan býður upp á myndaalbúm sem vonandi verður mikið notað.

Allir rótarývefir sem hýstir eru á rotary.is eru færðir í nýja hýsingu og fá klúbbarnir ný aðgangsorð. Jafnframt verða útbúin netföng á alla rótarýklúbbana.

Í vefnefnd umdæmisins eru Ólafur Ólafsson, Rkl. Vestmannaeyja, formaður, Guðni Gíslason, Rkl. Hafnarfjarðar og Jón B. Stefánsson, Rkl. Görðum.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning