Fréttir

11.10.2010

Lýsi er gott í byrjun rótarýfundar

Það er öflugt og fjörugt starf í Rótarýklúbbnum Borgum og skýringuna er kannski að finna í því að boðið er upp á lýsi í upphafi fundar. Þetta þykir sjálfsagður kostur þar á bæ.

Rot_umdskipti_10-06

Það vakti athygli gesta á umdæmisstjóraskiptafundi í sumar að lýsisflöskur stóðu á morgunverðarborðum í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Það er siður margra rótarýfélaganna að fá sér skeið af lýsi í byrjun dags og segja þeir að þeir finni mun þar á. Kannski þetta sé siður sem fleiri klúbbar eigi að taka upp. Á myndinni má sjá Kristján Guðmundsson, forseta klúbbsins ganga á undan með góðu fordæmi.

Ljósm.: Guðni Gíslason