Nýtt mánaðarbréf umdæmisstjóra
„Rótarýumdæmið á orðið allnokkuð fé í svokölluðum „District Designated Fund“. Þessu fjármagni getur umdæmið ráðstafað í verkefni á alþjóðavísu. Á þessu starfsári mínu ákvað ég að leggja fram 40.000 USD í Polio Plus verkefnið. Þessi upphæð verður að 180.000 USD til verkefnisins. Það kemur til af því að þegar við gefum 40.000 koma 80.000 til viðbótar frá Bill og Melindu Gates sjóðnum og síðan koma 50% af upphæðinni til viðbótar (60.000) frá Rotary International. Á síðasta ári voru lagðir fram 10.000 USD til Polio Plus sem urðu að 45.000 USD til verkefnisins. Þannig hafa framlög frá íslenskum rótarýfélögum á tveim síðustu árum skilað um 255.000 USD ( 27.9 millj. ISK) til útrýmingar lömunarveiki í heiminum.“ Magnús B. Jónsson umdæmisstjóri gerir þannig grein fyrir framlögum íslenskra rótarýfélaga til Rótarýsjóðsins í nýju mánaðarbréfi umdæmisstjóra, sem hann hefur sent út. Af öðru umfjöllunarefni Magnúsar má m.a. nefna stofnun nýrra klúbba, árangurinn af Rótarýdeginum 2016 og styrkveitingar Rótarý.