Fréttir

23.8.2016

Skiptinemar á ferð og flugi

Nýlega hélt æskulýðsnefnd umdæmisins kynningarfund fyrir skiptinema Rótarý sem voru að búa sig undir brottför til ársdvalar og skólagöngu erlendis næsta vetur.

Þær Hanna María Siggeirsdóttir og Klara Lísa Hervaldsdóttir frá æskulýðsnefnd fóru yfir ýmsar hagnýtar leiðbeiningar með nemunum. Á fundinum voru þrjár stúlkur nýkomnar heim úr nemendaskiptum erlendis. Þær gáfu nýliðunum ýmis holl ráð í sambandi við námsdvölina á erlendri grund.. Einn neminn tók þátt í fundarstörfum með tölvusambandi á Skype og annar var á ferðalagi í útlöndum. Nemendaskiptin eru á vegum rótarýklúbba og í yfirliti sem æskulýðsnefnd hefur tekið saman kemur eftirfarandi fram:

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar: Sendir Þórhall Ísak Guðmundsson til Bandaríkjanna og tekur á móti Franco Napoleon Iglesias frá San Salvador de Jujuy í Argentínu.Verður í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Fósturforeldrar: Bendt H. Bendtsen og Guðrún R. Lárusdóttir.

Rótarýklúbbur Seltjarnarness: Sendir Ástu Sigríði Flosadóttur til Brazilíu og tekur á móti Carolyn Anne Frank frá Abington, PA, í USA. Verður í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Fósturforeldrar: Aðalsteinn Óskarsson og Halldóra Kristjánsdóttir.

Rótarýklúbbur Akureyrar: Sendir Hrafnhildi Evu Einarsdóttur til Argentínu og tekur á móti Fernando Franco Lima de Castro frá Aracatuba (Sao Paulo) í Brazilíu. Verður í Menntaskólanum á Akureyri. Fósturforeldrar: Einar Garðar Hjaltason og Kristín Sigurðardóttir.

Rótarýklúbburinn Görðum, Garðabæ: Sendir Jóhönnu Maríu Bjarnadóttur til Argentínu og tekur á móti Joao Pedro Gottardo frá Cerro Largo, (Rio Grande do Sul) í Brazilíu. Verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Fósturforeldrar Bjarni V. Jónsson og Ragna Gunnarsdóttir.

Rótarýklúbbur Kópavogs: Sendir Kjalar Martinsson Kollmar til Bandaríkjanna og tekur á móti Enzo Mariano Leonel Ramirez frá San Salvador de Jujuy, í Argentinu.Verður í Verslunarskóla Íslands. Fósturforeldrar Martin Kollmar og Guðrún Árnadóttir.

Á myndinni til vinstri eru þrjár stúlkur, nýkomnar heim eftir ársdvöl erlendis. Jóhanna Karen Pálsdóttir, var í Bandaríkjunum, Florida, D 6960, á vegum Rkl. Rvk. Miðborg, Snædís Logadóttir, fór til Ástralíu, D 9465, á vegum Rkl. Rvk. Austurbær, og Berglind María Sigurbjörnsdóttir fór til Bandaríkjanna, Maine, D 7790, á vegum Rkl. Rvk. Breiðholt. Auk þeirra dvöldust önnur þrjú erlendis. Alex Þór Sigurðsson fór til Equador D4400 á vegum Rkl.Borgir Kópavogi, Tómas Orri Halldórsson fór til Taiwan D3460 á vegum Rvk.Grafarvogi og Birta Sóley Árnadóttir fór til Brazilíu D4470 á vegum Rkl. Seltjarnarness.


Á myndinni til hægri eru þrjár stúlkur sem fara utan að þessu sinni. Jóhanna María Bjarnadóttir fer til Argentínu, D 4849, á vegum Rkl. Görðum, Hrafnhildur Eva Einarsdóttir fer til Argentínu, D 4865, á vegum Rkl. Akureyrar og Ásta Sigríður Flosadóttir fer til Brazilíu, D 4470, á vegum Rkl. Seltjarnarness. Auk þess fara tveir piltar utan. Þórhallur Ísak Guðmundsson fer til Bandaríkjanna á vegum Rkl. Hafnarfjarðar og Kjalar Martinsson Kollmar fer á vegum Rkl. Kópavogs, einnig til Bandaríkjanna.

Jordan Paige Turner frá Ástralíu, D4965, var líka á fundinum. Hún kom í janúar og verður fram í janúar á næsta ári og er á vegum Rkl. Rvk. Austurbær.       MÖA







Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning