Fréttir
Rótarýmenn á leið í Grímsey
Félagar í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Grafarvogur ásamt gestum halda á fimmtudaginn fljúgandi til Grímseyjar, nyrsta byggða bóls Íslands. Snætt verður í Miðgarði, félagsheimili Grímseyinga og heyrst hefur að langvía verði m.a. á borðum. Bjarni Magnússon, síðasti hreppsstjóri landsins fræðir um sögu eyjarinnar og gengið verður um eyjuna áður en haldið verður heim og lent á Reykjavíkurflugvelli fyrir miðnætti.