Fréttir

29.9.2009

Birgir Guðnason hefur náð 100% mætingu í Rótarýklúbbi Keflavíkur í 39 ár!

15 félagar náðu 100% mætingu á sl. starfsári

Fimmtán félagar í Rótarýklúbbi Keflavíkur voru með 100% mætingu á síðasta starfsári klúbbsins. Á fundi 27. ágúst sl. voru veittar viðurkenningar fyrir þessa frábæru mætingu, en sá sem oftast hefur mætt 100% er Birgir Guðnason, en hann hefur náð 100% mætingu í 39 ár, eða allan þann tíma sem hann hefur verið félagi í klúbbnum. Aldreilis frábært!  Sá siður hefur verið viðhafður í Rótarýklúbbi Keflavíkur í mörg ár að veita félögum viðurkenningu fyrir 100% mætingu á hverju starfsári.

Ómar Steindórsson, fyrrum umdæmisstjóri og aðalstjórnarmaður RI tók upp þennan sið og hefur alfarið staðið straum af kostnaði vegna þessa. Er félögum afhent lítið merki til að setja á bak við hefðbundið Rótarýmerki, með tölustaf sem samsvarar fjölda ára sem viðkomandi hefur náð 100% mætingu.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning