Fréttir
  • Róbert að afhenda miða á jólahlaðborðið 2013

22.11.2013

Rótarýklúbbur Sauðárkróks heldur stórveislu.

Laugardaginn 30. nóvember ætlar Rótarýklúbbur Sauðárkróks að standa að stórviðburði, en þá ætlar klúbburinn að halda jólahlaðborð fyrir 700 manns í Íþróttarhúsinu á Sauðárkróki. Ekki nóg með það að um sannkallaða stórveislu er að ræða, heldur verður þetta ókeypis fyrir alla. Þetta er með stærri samfélags og styrktarverkefnum sem Rótarýklúbburinn á Sauðárkróki hefur ráðist í, en til að gera þetta mögulegt þá hafa fjölmörg velviljug fyrirtæki í bænum komið að þessu verkefni.

Róbert að afhenda miða á jólahlaðborðið 2013Eins og fyrr segir þá verður þetta ókeypis fyrir alla, en þar sem þetta er styrktarverkefni þá verða söfnunarkassar á staðnum þar sem fólk getur sett einhverjar krónum ef það getur og vill. Ágóðinn af þessu verkefni verður síðan varið í að hlúa enn betur að skjólstæðingum á Heilbrigðisstofnunni á Sauðárkróki.Rótarýmenn afhenda miða á jólahlaðborð 2013 í Arionbanka

Í hádeginu, föstudaginn 22. nóvember fóru  félagar í klúbbnum á nokkra staði á Króknum og afhentu miða til þeirra sem vildu. Þeir sem ekki fengu er bent á að hægt er að nálgast miða í Arionbanka og  Landsbankanum á Sauðárkróki og hjá Sparisjóð Skagafjarðar næstu daga.  Gert er ráð fyrir því að veislan byrji kl. 11.00 og standi til kl. 13:30. Tónlistarfólk mun mæta á svæðið og flytja falleg lög og von er á óvæntum gesti með gamanmál. Rótarýfélagar vonast til að sjá sem flesta og þakka öllum þeim aðilum sem styrkt hafa verkefnið.