Fréttir
Heiðraður með Paul Harris viðurkenningu
Á hátíð að loknu umdæmisþingi Íslenska Rótarýumdæmisins var Axel Gíslason heiðraður fyrir störf sín í þágu rótarýsjóðsnefndar sem hann hefur verið formaður fyrir um langan tíma. Umdæmisstjóri, Guðmundur Björnsson heiðraði hann með Paul Harris viðurkenningu með steini en Rótarýklúbburinn Görðum hafði áður heiðrað hann með Paul Harris viðurkenningu árið 1997.