Fréttir

22.6.2008

Ný Rótarýbrú yfir Berjadalsá

Það er komin ný og glæsilega brú yfir Berjadalsá.  Félagarnir í Rótarýklúbbi Akraness hafa afrekað að síðustu að smíða og setja upp nýja brú yfir Berjadalsá.  Veðrið í júní gerði mönnum kleift að vinna þetta afrek eins og sú mikla löngun sem var til staðar til að brúa Berjadalsána að nýju.
Það var ekki verið að syrgja lengi gömlu brúarinnar sem fór í sundur og fauk síðan í stormum síðastliðinn vetur.  Félagar í Rótarýklúbbi Akraness settust niður við að skipuleggja smíði og uppsetningu nýrrar brúar og stilltu sig saman um að verkið yrði sem best úr garði gert.  Á þeim fáu mánuðum sem hafa liðið síðan að áfallið við missi gömlu brúarinnar dundi yfir hafa menn lagt allt kapp á að læra af reynslunni af smíði og uppsetningu gömlu brúarinnar.  Einnig hefur reynsla annarra við brúasmíði verið skoðuð og nýtt.  Ákveðið hefur verið af fenginni reynslu að hafa ekki nýju brúna uppi allt árið um kring heldur aðeins hálft ár í senn.  Brúin verður tekin niður um leið og vetrardekkin fara á vélknúin ökutæki.  Sömuleiðis verður brúin sett á sinn stað þegar sumardekkin koma aftur á, rétt áður en sumarið formlega hefst.  Það verður gert með því að setja brúna upp á bakkann á veturna við hlið brúarstæðis síns á sumrin frekar en að láta ísjaka og ísruðning stjaka við henni eins og var raunin með gömlu brúna. Njótið gönguferðanna upp á Háahnjúk og verið velkomin að nota Rótarýbrúna!

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning