Fréttir

7.12.2013

Rótarýklúbbur Selfoss afhenti styrki

Tónlistarskóli Árnesinga og hæfingar- og vinnustofa fatlaðra á Selfossi njóta stuðnings frá klúbbnum.

Rótarýklúbbur Selfoss hefur um árabil stutt við starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga  og á dögunumGarðar Eiríksson, forseti klúbbsins, og Robert Darling, skólastjóri. afhenti forseti klúbbsins, Garðar Eiríksson, Robert Darling, skólastjóra tónlistarskólans, 150.000 króna styrk til hljóðfærakaupa og auk þess 25 miða á stórtónleika Rótarý sem haldnir verða þann 3. janúar nk. Myndin var tekin þegar Garðar afhenti Robert Darling styrkveitingarskjalið.
Að auki afhenti Rótarýklúbbur Selfoss, VISS- hæfingar- og vinnustofu fatlaðra á Selfossi, íslenskt jólatré við opnun jólamarkaðar vinnustofunnar. Klúbburinn hefur um árabil styrkt starfsemi vinnustofunnar með þessum hætti og er mikil ánægja með þetta framlag.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning