Fréttir

21.1.2014

Rótaractfélagar í Geysi heimsóttu Rúmeníu

Kynntu sér menningarmál og félagslegar aðstæður í landinu í samvinnu við Rótaractklúbbinn Bucharesti.

Áslaug Björk Ingólfsdóttir félagi í Rótaractklúbbnum Geysi, skýrir svo frá að í byrjun árs 2013 hafi komið fram hugmyndir innan klúbbsins um að alþjóðaverkefni ársins yrði tengt einhverju landi innan Evrópu og miðað að því m.a. að mynda tengsl við ungmenni í öðrum klúbbum og vinna verkefni í samvinnu við þau.

“Við fengum styrk til verkefnisins frá Evrópu unga fólksins (euf.is) en án þeirrar aðstoðar hefði verkefnið aldrei orðið að veruleika,” segir Áslaug.

Þeir meðlimir klúbbsins sem í ferðina fóru voru þessir: Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, Áslaug Björk Ingólfsdóttir, Franz Jónas Arnar Arnarson, Fríður Halldórsdóttir, Júlíus Gíslason, Sigríður Ýr Aradóttir, Stefán Snær Ágústsson og Steinar Orri Hafþórsson.

Markmið ferðarinnar voru í fyrsta lagi að kynnast Rótaractklúbbnum Bucharesti og menningu Rúmena,  og í öðru lagi að styrkja stöðu barna og ungmenna sem alist hafa upp við erfiðar aðstæður.

Áslaug skýrði svo frá, að félagarnir úr Geysi hafi dvalist í Rúmeníu í viku og heimsótt  m.a. munaðarleysingjaheimili, sambýli fyrir fötluð börn, ýmsa staði í Búkarest og kastala fyrir utan borgina.

“Við  lærðum um Rómafólk, fórum á fundi hjá öðrum Rótaractklúbbum og kynntumst frábæru ungu fólki í Rótaractklúbbnum Bucharesti. Við lærðum margt af klúbbnum og munum nýta þá reynslu til góðra verka,” sagði Áslaug. Hún gat þess einnig að auk Evrópu unga fólksins hefðu ýmsir aðrir aðilar  stutt verkefnið, þ.e. Rótarýklúbburinn Kópavogur-Borgir, Penninn, Ölgerðin og Mecca Spa, sem gáfu tölvur, skólagögn og leikföng til að gefa börnunum á munaðarleysingjahælunum.

Ítarefni:
Hér má sjá umfjöllun á heimasíðu Geysis um ferðina. Smellið hér

Fréttagrein Morgunblaðsins.Smellið hér

Myndbönd úr Rúmeníuferðinni.

Smellið hér          Smellið hér


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning