Fréttir

21.8.2009

Nemendaskipti – framtíðarsýn er yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu á Íslandi

EEMA Conference in Reykjavik, Europe East Mediteranean Africa ,,Youth Exchange, future vision.”

Margir Rótarýfélagar hafa notið námsmannaskipta Rótarý og hafa búið að þeirri reynslu alla tíð síðan. Dagana 4. – 6. september nk. verður ráðstefna haldin á Grand Hótel í Reykjavík sem ber yfirskriftina ,,Nemendaskipti – framtíðarsýn., þ.e. EEMA Conference in Reykjavík, Europe East Mediteranean Africa ,,Youth Exchange, future vision.” Ráðstefnustjóri verður Jón Ásgeir Jónsson.

Kjörorð ráðstefnunnar munu veita leiðsögn þegar efla skal samstarf Rótarý og ungs fólks. Með því að efla samvinnu ungs fólks og Rótarý stuðlum við að hugsjón Rótarý um frið og skilning á milli þjóða. Á forsendum þessara markmiða ræðum við nemendaskipti og hvernig þau má nota sem öflugt tæki til að auka skilning á mismunandi menningarheimum. Eitt meginmarkmiða okkar er að hvetja Austur-Evrópu og Afríkulönd til þátttöku í nemendaskiptum hreyfingarinnar. EEMA-ráðstefnan er haldin árlega, verður í Sviss 2010, Suður-Afríku 2011, Ungverjalandi 2012 og Ítalíu 2013.

Þetta er í fyrsta sinn sem Rótarýhreyfingunni hlýst sá heiður að halda alþjóðlega ráðstefnu. Þátttaka er kjörið tækifæri fyrir Rótarýfélaga á Íslandi til að kynna sér hversu stór þáttur nemendaskipti eru í hreyfingunni en ráðstefnan er opin öllum Rótarýfélögum og mökum þeirra. Einnig tækifæri til að kynnast Rótarýfélögum frá hinum ýmsu löndum og mynda alþjóðleg tengsl sem er auðvitað eitt af aðalmarkmiðum Rótarý. Skráðir þátttakendur 17. ágúst sl. voru 208 frá 28 þjóðlöndum og þeim er enn að fjölga. Dagskrá ráðstefnunnar verður fljótlega sett inn á heimasíðuna EEMA2009.com

Rótarýfélagar geta skráð sig á Rótarýskrifstofunni í síma 568-2233 en þáttökugjald er 18.000 krónur pr. mann sem greiðist inn á reikning 0111-26 601444, kt. 610174-3969. Innifalið í þátttökugjaldi eru ráðstefnugögn, einn kvöldverður, tveir hádegisverðir, kaffi og GALA-kvöldverður. Þátttökugjald maka í GALA-kvöldverði og makadagskrá er 8.000 krónur.

Nú er bara að drífa sig, skrá þátttöku og taka frá dagana 4. til 6. september nk. sem er föstudagur til sunnudags.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning