Fréttir

17.7.2009

Long Island Youth Orchestra með tónleika

Haldnir í samvinnu við Rótarý á viðkomandi stöðum á ferð sveitarinnar um Norðurlönd. Fyrri tónleikarnir föstudaginn 24. júlí kl. 19.30 í Langholtskirkju. Síðari tónleikarnir í Skálholtskirkju sunnudaginn 26. júlí kl. 14.

Long Island Youth Orchestra heldur tvenna tónleika á Íslandi dagana 24. og 26. júlí nk. Hljómsveit þessi hefur ferðast víða um heim og eru tónleikar þeirra ætíð haldnir í samvinnu við Rótarý á viðkomandi stöðum. Ef tekjur verða af tónleikunum þann 24. júlí mun hagnaðurinn renna til tónlistasjóðs umdæmisins. Um er að ræða mjög góða hljómsveit með um 50 hljóðfæraleikurum. Hljómsveitin er að ljúka fimm vikna tónlistaferð um Kanada og Norðurlöndin. Sem dæmi um gæði hljómsveitarinnar má nefna að hún leikur árlega í Carnegie Hall, síðast í maí sl.

Fyrri tónleikarnir verða í Langholtskirkju, 24. júlí kl. 19.30

Á efnisskrá eru fjölbreytt klassísk verk m.a. tónlist úr Draumi á Jónsmessunótt eftir Mendelsohn, sellókonsert í D dúr eftir Hayden og svíta úr „The Plow that Broke the Plains" eftir Virgil Thomson.

Miðaverð er kr. 1500

Síðari tónleikarnir verða í Skálholti á  Skáholtshátíð sunnudaginn 26. júlí kl. 15 og er frítt inn.

Einleikari á báðum tónleikunum er Sigurður Halldórsson og stjórnandi hljómsveitarinnar er Martin Dreiwitz.

Rótarýfélagar eru hvattir til að koma  til að hlusta á góða hljómsveit og til að leggja góðum málstað lið.

Sjá nánar um hljómsveitina á www.liyo.org


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning