Molaport Rótaractklúbbsins Geysis
Laugardaginn 9. maí n.k. verður Rótaractklúbburinn Geysir með "Molaport" í bílastæðahúsi menningar- og tómstundahússins Molans, Hábraut 2, Kópavogi. Þar mun kenna ýmissa grasa. M.a. verður boðið upp á lifandi tónlist og veitingar verða á boðstólum gegn frjálsum framlögum. Leitað er til rótarýfélaga, að koma með bækur, föt, húsgögn eða hvað sem þeir vilja gefa til málefnisins alla vikuna eða á laugardaginn á milli kl. 9.30 og 11.
Molaportið verður opið almenningi á milli 11-17 og þá selur klúbburinn þá hluti sem hann hefur fengið.
Allur ágóði rennur til verkefnis Rauða Krossins "Sálrænn stuðningur við skólabörn í Palestínu" og það sem ekki selst fer beint til Rauða Krossins á Íslandi.
Nánari upplýsingar má með því að senda fyrirspurn á rotaract@rotary.is