Fréttir

8.2.2007

Alþjóðaþjónustunefnd styður vatnsverkefni í Indlandi.

Rótarý félagar, sem starfa í 168 löndum í meira en 32 þúsund klúbbum, eru í einstakri aðstöðu til að veita þjónustu á skilvirkan hátt, þar sem þeir eru á staðnum, þar sem þörfin er mest hverju sinni.

Eitt af þeim verkefnum, sem alþjóðaforseti Rótary, Carl-Wilhelm Stenhammar, hefur lagt áherslu á, er stuðningur Rótarý klúbba við vatnsöflun í þróunarlöndunum ( Water Health and Hunger ).

Á s.l. tveim árum hafa meir en 5.000 Rótarýklúbbar víðs vegar um heiminn lagt eitthvað að mörkum við að tryggja þurfandi fólki aðgang að hreinu vatni.

Alþjóðaþjónustunefndin á Íslandi ákvað því á þessu ári að taka þátt í að styrkja vatnsöflunar verkefni með því að fara í samstarf við umdæmi 3150 í Andra Pradesh fylki á Indlandi.

Rótarý Reykjavík-Austurbær átti í samstarfi við rótarýklúbb í þessu sama umdæmi (3150) í fyrravor, þegar gefnir voru 4 bátar með veiðarfærum, til fiskimanna sem höfðu misst báta sína í flóðbylgjunni í árslok 2004. Samstarfið við þennan klúbb gekk mjög vel, og ákveðið var að halda því samstarfi áfram og nú á sviði vatnsöflunar.

 

Í Andra Pradesh settu rótarýklúbbar sér það markmið að gefa 1000 litla brunna, sem byggðir eru í þorpum, annars vegar á þurrkasvæðum, en hins vegar við sjávarsíðuna þar sem fjöldi þorpa urðu illa úti í flóðbylgjunni miklu.

Mikill skortur hefur verið á hreinu drykkjarvatni á þessum svæðum, en margir Rótarýklúbbar víðs vegar um heiminn hafa styrkt þetta metnaðarfulla verkefni.

Hver brunnur getur séð 250 einstaklingum fyrir vatni í 15 ár.  

Nú hafa  9 klúbbar á Íslandi ( umdæmi 1360 ) sent rúmlega US$ 8.000.- til þessa verkefnis.  

Það verður mikið úr peningunum í þessum heimshluta og þessi upphæð mun duga til að setja upp 18 brunna og tryggja að 4.500.- einstaklingar hafi aðgang að hreinu vatni næstu 15 árin.

Sjá nánar undir Alþjóðaþjónustunefnd.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning