Fréttir

17.3.2010

Fundir um Vigdísi Finnbogadóttir

Í apríl mánuði munu allir fyrirlestrar hjá Rótary Reykjavík- Miðborg tengjast æviferli frú Vigdísar Finnbogadóttur í tilefni af 80 ára afmæli hennar þann 15. apríl. Valdir hafa verið valinkunnir fyrirlestrar í þessu sambandi. 
Þann 12. apríl mun Sigurður Pálsson fjalla um kennarann Vigdísi. Þann 19. apríl mun Sveinn Einarsson fjalla um leikhússtjórann Vigdísi og þann 26. apríl mun Þorsteinn Pálsson fjalla um forsetann Vigdísi. Fundir klúbbsins eru haldnir á Hótel Borg í hádeginu á mánudögum og hefjast kl. 12.15 stundvíslega.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning