Fréttir

14.12.2006

Rótarýklúbbar styrkja Mæðrastyrksnefnd

Sigrún Þorgrímsdóttir, forseti Rkl. Straums afhendir Elísabetu Valgeirsdóttur styrkinn.


Rótarýklúbburinn Straumur hefur haft þann sið allmörg ár að helga einn funda sinna í desember Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Hafa þeir boðið móðurklúbbi sínum, Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar að sameinast í þessum fundi og hafa báðir klúbbarnir fært Mæðrastyrksnefnd fjárupphæð til nota í starfi nefndarinnar fyrir jólin. Á hefðbundnum fundartíma Straums, kl. 7 í morgun afhentu klúbbarnir Mæðrastyrksnefnd styrkina eftir ljúfa helgistund í Hafnarfjarðarkirkju.

Skúli Valtýsson, formaður framkvæmdasjóðs Rkl. Hafnarfjarðar afhendir Elísabetu styrk klúbbsins. Þóra Vala Þórðardóttir, gjaldkeri Mæðrastyrksnefndar stendur á milli. - Ljósm. Guðni Gíslason


 

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning