Rótarýfundurinn 20. mars var á vegum Menningarmálanefndar. Fyrirlesari dagsins var Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri hjá yfirstjórn menningarmála á bæjarskrifstofu Kópavogs og fræddi hún okkur um starfsemi menningarhúsanna í Kópavogi. Þriggja mínútna erindi flutti Guðbergur Rúnarsson.
Á Rótarýfundinum 13. mars stýrði Magnús Már inntöku nýs félaga, Hafsteins Skúlasonar læknis og kynnti hann. Jón Emilsson, forseti, kynnti Hafsteini síðan starfsemi, sögu og markmið Rótarý og bauð hann velkominn og nældi í hann merki Rótarý. (sjá aðra frétt um fundinn í heild sinni)
Rótarýfundurinn 13. mars var í umsjón Þjóðmálanefndar en formaður hennar er Ólafur Tómasson. Fyrirlesari á fundinum var Guðmundur Rúnar Árnason, sem sagði frá dvöl sinni í Malaví, þar sem hann var í 5 ár.
Rótarýfundurinn 6. mars var í umsjón Viðurkenningarnefndar en formaður hennar er Eiríkur Líndal. Á fundinum fór fram árleg útnefning klúbbsins á Eldhuga Kópavogs. Útnefndur var Þórður Árnason vegna framlags hans til sögu Kópavos.
Rótarýfundurin 27. febrúar var í umsjón Starfsþjónustunefndar en formaður hennar er Kristófer Þorleifsson. Inga Hersteinsdóttir flutti starfsgreinarerindi á fundinum. Þriggja mínútna erindi flutti Guðmundur B. Lýðsson.
Lesa meiraÍ tilefni Rótarýdagsins var sérstakur hátíðarfundur laugardaginn 24. febrúar kl 15:00 á hefðbundnum fundarstað að Hlíðarsmára 3, 1. hæð.
Meginmarkmið fundarins var að kynna Rótarýhreifinguna og starfsemi klúbbsins fyrir völdum hópi Kópavogsbúa og kveikja þannig áhuga þeirra á að ganga til liðs við Rótarý.
Boðið var uppá Rótarýtertur, sem Reynir bakari bakaði fyrir okkur og svo kaffi eða te með.
Félagar voru hvattir til að mæta vel og taka með sér gesti.