Fréttir
Inntaka nýs félaga - Grétar Leifsson
Grétar Leifsson
Á Rótarýfundinum 9. desember var nýr félagi tekinn í klúbbinn, Grétar Leifsson, vélaverkfræðingur, fyrir starfsgreinina vélaverkfræði.
Magnús Már Harðarson, formaður klúbbþjónustunefndar, kynnti nýja félagann: Grétar Leifsson, vélaverkfræðing, fyrir starfsgreinina vélaverkfræði.
Helgi Sigurðsson, forseti klúbbsins, tók Grétar síðan formlega inn í klúbbinn með hefðbundnum hætti. Á myndinni að neðan hengir forseti Rótarýmerkið í barm Grétars til staðfestingar á aðild hans að Rótarýhreyfingunni.