Fréttir
  • Haukur Hauksson 25nóv11

25.10.2011

Isavia

Á Rótarýfundi 25. október flutti Haukur Hauksson erindi um Isavia og Sigurður Jónsson flutti 3ja minútna erindi.

Í upphafi fundar kvaddi Haukur Ingibergsson sér hljóðs og tilkynnti um úrsögn úr klúbbnum. Ástæður þess eru erfiðleikar með mætingu í hádeginu.

3ja mínútna erindi flutti Sigurður Jónsson. Fjallaði hann um atvik sem gerist á Hofsósi á 5 áratugnum þar sem vélstjóri festi tungu og neðri vör við frystirör!

Fundurinn var í umsjón Starfsþjónustunefndar. Haukur Hauksson formaður nefndarinnar, flutti starfserindi sem hann nefndi  Isavia og flugsamgöngukerfið.

Isavia tók til starfa 1. maí 2010 og tók við verkefnum Keflavíkurflugvallar ohf og Flugstoða ohf. Félagið er alfarið í eigu ríkisins og annast rekstur allra flugavalla og flugumsjónar. Starfsmenn eru um 700 og launakostnaður 2010 var um 6.2 miljarðar króna.

Félagið greinist í nokkur svið, s.s. flugleiðsaga, flugvellir og mannvirki, Keflavíkurflugvöllur, Flugstöð Leifs Eiríkssonar auk stoðsviða.

Stærstur hluti tekna kemur frá Fríhöfninni, 38%, en framlag ríkissjóðs er um 14%

Haukur fjallaði síðan nánar um helstu rekstrareiningar félagsins. Þar kom m.a. fram að stöðug skoðun er á flutningi Reykjavíkurflugvallar, til framkvæmda er að koma flug frá Akureyri til Keflavíkur í beinum tengslum við utanlandsflug þar sem farþegi á Akureyri tékkar sig inn í utanlandsflugið. Sambærilegir hlutir eru í skoðun fyrir Egilsstaði. Skortur á fjármagni háir viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum.

Til máls tóku Benjamín Magnússon, Jón Sigurðsson, Sveinn Hjörtu Hjartarson, Margrét María Sigurðardóttir