Fréttir

30.5.2014

Viðurkenning frá klúbbnum við útskrift frá Menntaskólanum í Kópavogi

Að venju veitti klúbburinn viðurkenningu fyrir bestan árangur í raungreinum á stúdentsprófi vorið 2014. Forseti klúbbsins, Jón Ögmundsson, afhenti nýstúdent Darra Egilssyni viðurkenningarskjal.

Föstudaginn 30. maí 2014 var útskriftarhátíð Menntaskólans í Kópavogi haldin í Digraneskirkju. Við það tækifæri afhenti Jón Ögmundsson, forseti klúbbsins, Darra Egilssyni, nýstúdent, viðurkenningu Rótarýklúbbs Kópavogs fyrir bestan árangur í raungreinum. Darri hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi, 9,80, sem stúdent frá MK hefur fengið í sögu skólans!



Á myndinni má sjá Jón með Darra, en auk viðurkenningarskjals afhenti Jón honum kr. 60.000 frá klúbbnum.