Rótarýfundur 28. febrúar - Ferðaþjónustan og hestaferðir
Fundurinn var í umsjón Starfsþjónustunefndar. Formaður hennar er Haukur Hauksson. Einar Bollason, stjórnarformaður Íshesta, var ræðumaður dagsins og fjallaði um Ferðaþjónustuna og hestaferðir. 3ja mínútna erindi flutti Jón Ögmundsson.
3ja mínútna erindi flutti Jón Ögmundsson. Lagði hann út frá erindi Jóns Þrándar frá síðasta fundi og sagði frá ferðum sínum um landið.
Fundurinn var í umsjón Starfsþjónustunefndar. Formaður hennar, Haukur Hauksson, kynnti Einar Bollason, sem er vestfirðingur en uppalinn í vesturbæ Reykjavíkur. Hann er þekktur fyrir þátttöku sína í körfubolta bæði sem leikmaður, þjálfari og í ýmsum stjórnarstörfum fyrir körfuboltahreyfinguna. Hann stofnaði Íshesta 1982. Erindi hans er um Ferðaþjónustuna og hestaferðir.
Rakti Einar þróun ferðaþjónustu og sagði frá tilurð Íshesta sem varð til í heitum potti á Flúðum síðsumars 1982. Stöðug aukning hefur verið í hestaferðum frá upphafi og er enn. Breyting hefur orðið á félaginu sem nú er orðið hlutafélag.
Hestamiðstöðin í Hafnarfirði er nú miðstöð starfsemi félagsins. Þar er starfrækt ferðaskrifstofa sem fer ört vaxandi. Hestaferðir eru núna starfræktar í 4 mánuði og verkefnið er að finna félaginu starfsemi til að fylla upp í árið.
Íshestar eru 6. elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins sem segir sína sögu um þróun þessarar þjónustu á Íslandi. Ferðaþjónustan er nú 3ji stærsti atvinnuvegurinn á landinu. Ræddi Einar um skipulags- og umhverfismál og mikilvægi þess að ferðaþjónustan fengi sinn hlut í skipulagi.
Flugleiðir og síðar Icelandair báru hitan og þungan af kynningu landsins á sínum tíma. Lítið fjármagn hefur komið frá hinu opinbera, í dag um 300 millj gegn jafnháu framlagi greinarinnar. Ýmislegt hefur hins vegar orðið til að létta undir s.s. Eyjafallagosið sem að hans mati er líklega einhver besta landkynning sem Íslandi hefur hlotnast.
Fyrirspurnir komu frá Rögnvaldi Jónssyni, Guðmundur Lýðsson og Benjamín Magnússon.