22.11.2011
Sigurður Jónsson varð níræður 16. nóvember!
Á Rótarýfundinum 22. nóvember kvaddi forseti klúbbsins sér hljóðs og árnaði aldursforseta klúbbsins, Sigurði Jónssyni, heilla með 90 ára afmælið og færði honum gjöf frá klúbbnum. Klúbbmeðlimir heiðruðu Sigurð með því að rísa úr sæti.