Fréttir
  • Jón Margeir 12mars13

12.3.2013

Íþróttir fatlaðra - gulldrengurinn heimsækir klúbbinn

Rótarýfundurinn 12. mars var í umsjón Ungmennanefndar. Formaður hennar er Margrét María Sigurðardóttir. Fyrirlesarnir voru tveir: Jón Björn Ólafsson íþróttagreinastjóri, ræddi almennt um íþróttir fatlaðra og Jón Margeir Sverrisson ólympíu og heimsmethafi í sundi sagði frá leið sinni að gullinu. 3ja mínútna erindi flutti Magnús Már Harðarson.

Í 3ja mínútna erindi sínu las Magnús Már Harðarson bréf sem Einar Benediktsson sendi Bjarna Björnssyni árið 1926 en þeir voru þá báðir staddir í Bandaríkjunum, Einar í New York en Bjarni í Hollywood.

Jón Björn rakti sögu íþróttasambands fatlaðra og helstu verkefni sambandsins. Þar ber hæst Paralympics og Special Olympics á erlendum vettvangi. Þá stendur sambandið fyrir fjölmörgum mótum innanlands árlega. Mikilvægur hluti starfsins er kynning og áróður fyrir íþróttaiðkun fatlaðra. Þá fjallaði hann um fatlanir og flokkun þeirra við íþróttaiðkun.

Jón Margeir rakti feril sinn og lagði áherslu á mikilvægi þess að geta æft með jafningjum í sundinu. Þá sagði hann frá þátttöku sinni í ólympíuleikunum fatlaðra í London þar sem hann náði glæsilegum árangri og náði bæði heimsmeti og olimpíugulli i 200 m skriðsundi.

Á myndinni eru þeir félagar Jón Björn Ólafsson og Jón Margeir Sverrisson

Jónarnir 12mars13