Fréttir

2.12.2014

Tónlistarsafn Íslands

Bjarki Sveinbjörnsson

Rótarýfundurinn 2. desember var í umsjón Menningarmálanefndar. Formaður er Sævar Geirsson. Gestur fundarins og fyrirlesari var Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands í Kópavogi og sagði hann frá starfsemi safnsins. Geir A. Guðsteinsson flutti 3ja mínútna erindi. Jólafundurinn verður 16. desember kl 18.

Í upphafi fundar sagði Sigfinnur Þorleifsson frá jólafundi klúbbsins, sem haldinn verður þann 16. des n.k. kl. 18.00 á jarðhæðinni á Café Atlanta í Hlíðarsmáranum.

3ja mín erindi flutti Geir A Guðsteinsson. -Geir fjallaði um störf blaðamanna sem stundum væru stimplaðir sem áþján á samfélaginu. Hann fjallaði um upplýsingaskyldu blaðamanna og einnig skyldur þeirra og trúnað gagnvart aðilum sem létu í té upplýsingar. Geir talaði um nauðsyn á ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla og uppsagnir á fjölmiðlum við eigendaskipti líkt og á DV nýlega. -Geir nefndi nokkur atriði úr lögum um fjölmiðla og sagði frá siðareglum blaðamanna.

Þá var komið að inntöku nýrra félaga í klúbbinn: Guðmundur Jens Þorvarðarson kynnti tvo nýja félaga þá Hlyn Ingason sem kemur inn í klúbbinn undir starfsheitinu „Lögmennska“ og Stefán Sigurðsson sem kemur inn í klúbbinn undir starfsheitinu „Veitingarekstur“. Að kynningu Guðmundar Jens lokinni tók forseti Helgi Sigurðsson nýju félagana inn í klúbbinn í samræmi við venjur og hefðir Rótarý. (Sjá einnig sérstaka frétt um inntöku 2ja nýrra félaga)

Fundurinn var í umsjón Menningarmálanefndar og kynnti form nefndarinnar Sævar Geirsson fyrirlesara, Bjarka Sveinbjörnsson forstöðumann Tónlistarsafns Íslands. Bjarki er tónmenntakennari að mennt með framhaldsnám í Bandaríkjunum og í Danmörku en þar lauk hann doktorsnámi í tónvísindum 1998. Hann hefur mikla reynslu sem tónlistarkennari og hefur að auki haldið fjölda fyrirlestra um tónlist. Bjarki hefur einnig starfað sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu.

Bjarki var ráðinn af Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu í janúar 2007 til að koma á fót Tónlistarsafni Íslands sem svo var stofnað í janúar 2009 með þátttöku Kópavogsbæjar og hefur aðsetur að Hábraut 2, Kópavogi. (Molanum). „Markmið Tónlistarsafns Íslands er að safna og varðveita tónlist og menningu henni tengdri og halda sýningar“.

Hann sagði frá því að hann hefði ásamt Dr Jóni H Sigurjónssyni unnið að uppbyggingu á Ísmús gagnagrunninum frá árinu 1997. Ísmús grunninum er ætlað að halda utan um íslenska tónlist og menningu ( sjá musik.is/ismus ). Markmiðið er að veita aðgang að sögu íslenskrar tónlistar á netinu. – Íslensk tónlistarhandrit frá 1100 – 1800, einnig elstu hljóðritanir gerðar á Íslandi og þjóðfræðiefni stofnunar Árna Magnússonar eru dæmi um verkefni sem þegar eru aðgengileg sagði Bjarki. - Þeir Bjarki og Jón vinna nú að gagnagrunni um öll orgel og organista í íslenskum kirkjum frá upphafi. Þá vinna þeir að gagnagrunni um íslensk þjóðlög ( safn Bjarna Thorsteinssonar ) og um Tón- og listmenningu íslendinga sem fluttu vestur um haf í lok 19 aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu. – 

Bjarki sagði frá sýningum hjá safninu en það var opnað í maí 2009 með sýningunni „Dropar úr íslensku tónlistarlífi“. Aðrar sýningar sem haldnar hafa verið eru t.d. „Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fyrsta íslenska tónskáldið“, „Fúsi á ýmsa vegu“ og nú er sýning sem ber nafnið „Dans á eftir..

Sagði hann að komin væru í hús um 40 þúsund viðtöl við fólk um allt land og að oft væri um að ræða ómetanleg gögn. Hann sýndi skemmtileg brot úr þessum viðtölum, t.d við Árna Ísleifsson og Villa Valla (Vilberg Vilbergsson) Einnig við gamlan bónda úr Fljótunum og annan í Hrísey þar sem ljóst var að músíkin var þeim í blóð borin.