Landssamband kúabænda
Margrét Gísladóttir
Rótarýfundurinn 13. júní var í umsjón þjóðmálanefndar, formaður Ólafur Wernersson. Ræðumaður dagsins var Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. 3ja mínútna erindi flutti Benjamín Magnússon.
Í upphafi fundar fór forseti með ljóð eftir Halldór Laxness.
Eftir könnun meðal fundarmanna ákváðu forseti og varaforseti að stjórnarskiptafundurinn 4. júli yrði kvöldfundur sem haldinn yrði í Nauthól.
Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar og kynnti formaður hennar Ólafur Wernersson fyrirlesarann Margréti Gísladóttur framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda. Margrét er menntuð sem almannatengill og vann 2013 - 2015 sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra og vann síðar í forsætisráðuneytinu sem sérstakur ráðgjafi. Hún tók við núverandi starfi sem framkvæmdastjóri um mitt ár 2016.
Í erindi sínu fór hún fyrst og fremst yfir störf verðlagsnefndar og verðlagstilfærslur en kom auk þess með nokkrar aðrar upplýsingar um greinina. Landssambandið var stofnað 1986 og er Hagsmunasamtök kúabænda. Í dag eru um 600 kúabú á landinu og hefur þeim fækkað úr 1800 á um þrjátíu árum. Þrátt fyrir það hefur mjólkurframleiðslam aukist mjög verulega bæði hafa búin stækkað mjög verulega og afurðir pr. kú hafa nánast tvöfaldast á sama tíma. Mjólkurframleiðslan nú er um 150 milljón lítrar á ári og er verðmæti mjólkurafurðanna 25 - 30 milljarðar á ári. Nautgriparæktin er því stærsta búgreinin innan landbúnaðarins.
Verðlagsnefnd búvara ákvarðar verð búvara frá afurðastöðvum en í henni eina að vera 6 menn, tveir fulltrúar neytenda sem skipaðir eru af ASÍ og BSRB tveir frá bændasamtökunum og tveir frá samtökum afurðastöðva. Undanfarið hafa ASÍ og BSRB ekki skipað sína fulltrúa og mun Velferðarráðuneytið taka við því hlutverki.
Margrét ræddi síðan nokkuð um verðlagstilfærslur en þar kom fram að sumar vörur eru seldar undir kostnaðarverði svo sem smjör og mjólkurduft meðan aðrar eru seldar með mikilli álagningu svo sem rjómi. Í frumvarpsdrögum landbúnaðarráðherra á að banna undirverðlagningu en Margrét taldi að það myndi valda miklum erfiðleikum í greininni.
Af þessu sinni endaði fundurinn á þriggja mínútna erindinu, en það flutti Bergþór Halldórsson Hann lagði út frá nýlegum Kastljósþætti og ræddi fyrst og fremst um verðlagningu á lyfjum sem ríkið kaupir og möguleika á því að lækka það verð.