Fréttir
  • Pólland-Eiríkur og Þórir

5.6.2012

Aukafundur í Rótarýklúbbi Kópavogs í Poznan í Póllandi

Á myndinni eru við háborðið (f.v.): Eiríkur Líndal, verðandi forseti, Ingunn eiginkona Þóris og Þórir Ólafsson, sem ritaði fundargerðina.


9 félagar Rótarýklúbbs Kópavogs, sem voru ásamt mökum í ferð um merkar söguslóðir Póllands, héldu í heiðri þeirri góðu hefð að vera með Rótarýfund. Var hann haldinn 5. júni, 2012 á Hótel Rymsberg í Poznan.

Mætti voru: Bergþór Halldórsson, Eiríkur Líndal, Guðmundur Þorvarðarson, Helgi Laxdal, Jón Emilsson, Kristmundur Halldórsson, Kristófer Þorleifson, Vilhjálmur Einarsson og Þórir Ólafsson, ásamt mökum, öðrum gestum og fararstjóra, samtals 27 manns.

Varaforseti, Eiríkur Líndal, setti fund kl 18:00 og bauð fundarmenn velkomna. Skipaði hann Þóri Ólafsson fundarritara.

Kristófer Þorleifsson flutti 3ja mínútna erindi og sagði nokkrar góðar sögur af dvöl sinni sem læknir í 14 ár hjá “vondu fólki” á Snæfellsnesi.

Guðmundur Þorvarðarson sagði frá þeirri hefð að halda “Rótarýfund” á ferðum félaga klúbbsins til útlanda. Af ferðum siðustu ár má nefna ferðir til Grænlands, Vesturheims, Frakklands, Rússlands, Kína og Indlands.

Jón Emilsson, formaður ferðanefndar klúbbsins, þakkaði skipuleggjanda og fararstjóra ferðarinnar, Þorleifi Friðrikssyni, vel heppnaða og eftirminnilega ferð um merkar söguslóðir Póllands.

Þorleifur þakkaði ferðanefndinni veitta aðstoð og ferðafélögum ánægjulega kynningu og samveru.

Guðmundur R. Valtýsson, einn þeirra “gesta” sem gerðu ferðina mögulega, kvaddi sér hljóðs og þakkkaði fyrir að fá að vera með í þssari áhugaverðu ferð á vegum Rótarýklúbbs Kópavogs.

Farið var með fjórprófið og sleit Eiríkur síðan fundi kl 1835.

Þórir Ólafsson, ritari fundarins

Myndir af Rótarýfélögum og mökum þeirra, sem voru á fundinum.

Pólland-KristóferPólland-Helgi og frúPólland-Guðmundur

Pólland-KristmundurPólland-BergþórPólland-Jón Emilsson

Pólland-Vilhjálmur

Pólland-gíraffinn