Æskulýðsstarf innan GKG
Agnar Már Jónsson
Rótarýfundurinn 8. mars var á vegum ungmennanefndar en formaður er Hlynur Ingason. Fyrirlesari fundarins var Agnar Már Jónsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og fjallaði hann um æskulýðsstarf innan GKG,
Guðmundur Ólafsson fjallaði um það verkefni Rkl. Kópavogs að stýra umdæmisþingi Rotarýhreyfingarinnar næsta haust. Hvatti hann félaga til að leggja sitt af mörjum svo að verkefnið gengi vel og að menn væru tilbúnir að beita sér í fjáröflun.
Aðalerindi fundarins framkvæmdarstjóri GKG, Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs, Agnar Már Jónsson. Hann fjallaði um þær stórkostlegu breytingar sem í vændum væru hjá klúbbnum, og framkvæmdir við nýja aðstöðu en þar er m.a. gert ráð fyrir nýjum og fullkomnum golfhermum sem munu gerbreyta allri æfingaaðstöðu. Í máli hans kom fram að meðlimir GKG eru nú um 2 þús talsins þar af 600 börn og unglingar og það hlutfall væri hærra en hjá nokkrum öðrum golfklúbbi á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Verkefni hverrar leiktíðar er að sjá um 27 holu völl sem þekur 60 hektara svæði og útheimtir mikinn tækjabúnað, 11 fastráðna starfsmenn allan ársins hring og í kringum 60 starfsmenn yfir háannatímann. Velta klúbbsins var í kringum 200 milljónir á síðasta starfsári og hagnaður eftir gjöld á síðasta reikningsári um 25 milljónir króna. Um húsakynni til margra ára sagði Agnar að hrófatildur það sem ferjað hefði verið yfir Hellisheiðina á sínum tíma frá Selfossi, gömul sjoppa raunar, hefði bara beðið niðurrifs. Teikning af 1400 fermetra íþróttamiðstöð hefur verið samþykkt af öllum aðilum og sagði Agnar að vonir stæðu til þess að hin nýja aðstaða hjá klúubbnum yrði svipuð bylting fyrir golfið og þegar knattspyrnudeildir víða á landinu fengu yfirbyggða leikvanga.
Agnar Már fjallaði um tekjudreifingu í samhengi við aldur golfleikara og þar kæmi eitt og annað fram. Fyrir lægi að fólk á miðjum aldri væri helsta tekjulind golfklúbbanna og GKG vildi vera fjölskyldvænn klúbbur og með því að setja aukinn kraft í að kenna yngstu iðkendunum mætti tryggja að stór hluti þeirra sneri aftur á fullorðinsaldri. Ákveðin lágmarksgeta er nauðsynleg til að fólk njóti íþróttarinnar, sagi Agnar.og bætti því við að ákveðin lýðheilsusjónarmið væru einnig höfð að leiðarljósi í starfsseminni. Hreyfingin sem fælist í göngu og slætti væri mikil heilsubót og enginn ágreiningur um það atriði.