Rótarýhreyfingin
Klara Lísa Hervaldsdóttir
Rótarýfundurinn 10. febrúar var á vegum Rótarýfræðslunefndar. Formaður er Ingólfur Antonsson. - Fyrirlesari var Klara Lísa Hervaldsdóttir og sagði hún frá starfi sínu fyrir Rótarýhreyfinguna. - Þriggja mín erindi flutti Karl M Kristjánsson.
Geir A Guðsteinsson sagði frá fyrirhuguðum Rótarýdegi þ. 28. feb. n.k. Klúbbarnir í Kópavogi standa saman að dagskrá sem verður í Smáralind. Hann hvatti félaga til að koma og taka þátt í kynningu á rótarýstarfinu. – Nánari upplýsingar verða sendar til félaga þegar nær dregur.
3ja mín erindi flutti Karl M Kristjánsson. Karl ræddi um endalausa þrætupólitík okkar íslendinga sem tröllriði öllu samfélagi okkar. Við værum sífellt að deila um málin og litlu skipti mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Deilur um menn og mál skipti öllu og faglegt álit engu máli. Hann nefndi sem dæmi Hvalfjarðargöngin sem miklar deilur voru um. -Sjálfur hafði hann heitið því að fara þau aldrei en strax eftir opnun fór hann samt með hópi fólks á hjóli fram og til baka um göngin-. Nýjasta dæmið er bygging Landspítalans. Karl sagði að í okkur vantaði að geta viðhaft lausnarmiðaða umræðu sem leiddi til skynsamlegrar niðurstöðu. – Karl endaði á að segjast vera með lausnir á öllum þessum þrætumálum, en finnst ekki taka því að segja okkur, við vildum hvort eð er ekki heyra þær, enda næsta víst að við værum honum ekki sammála..
Fundurinn var í umsjón Rótarýfræðslunefndar og kynnti Ingólfur Antonsson fyrirlesarana, Klöru Lísu Hervaldsdóttur og Fríði Halldórsdóttur en báðar starfa þær í Æskulýðsnefnd Rótarý á Íslandi. Klara Lísa starfar sem þjónustustjóri Arion banka hún er félagi í Rótarýklúbbnum Görðum frá 2001 en Fríður er háskólanemi í vélaverkfræði og starfar í Rótarýactklúbbnum Geysi. Klara Lísa á glæsilegan feril innan Rótarýklúbbsins Görðum, hefur verið ritari og forseti klúbbsins auk þess að sitja í Æskulýðsnefnd Rótarýumdæmisins.
Klara Lísa byrjaði frásögn og kynningu sína á að segja hve frábært henni finndist að vera í Rótarý. Eftirfarandi er kynning hennar á starfsemi Æskulýðsnefndar og hvatti hún öflugan klúbb eins og okkar til að halda áfram góðu starfi á þessu sviði:
Æskulýðsnefnd Rótarýumdæmis 1360
Megin hlutverk nefndarinnar er að sjá um undirbúning og framkvæmd nemendaskipta á vegum Rótarý, sumarbúðir og önnur þau verkefni er tengjast æskulýðsstarfi Rótarýumdæmisins. Eitt af megin verkefnum Rótarý er að efla og örva alþjóðlegan skilning, velvild og frið. Ungmennaskipti milli landa er ein afleiðunum til árangurs. Í meira en 75 ár hefur Rótarý hreyfingin boðið uppá skiptinemadvöl. Árlega eru um 8000 skiptinemar á vegum
Rótarý í heiminum
Skyldur Rótarýklúbbs sem sendir ogtekur á móti skiptinema í eitt skólaár. Taka á móti og fóstra erlenda nemann. Bjóða nemanum á fundi og uppákomur í klúbbnum og hjá klúbbfélögum, kynna hann fyrir landi og þjóð. Skaffa nemanum vasapening ca. $100 á mánuði.Skaffa nemanum skólabækur, strætókort, gefa honum afmælisgjöf og jólagjöf.Nýlega samþykkti umdæmisráð að Rótarýumdæmið mungreiða með hverjum skiptinema kr 150.000.
Skiptinemar sem Rótarýklúbbur Kópavogs hefur sent
• 2013-2014 Benedikt Axel Ágústsson til USA
• 1999-2000 Harpa Hödd Sigurðardóttir til Perú
• 1999-2000 Guðrún Björg Brynjólfsdóttir til Ástralíu
• 1998-1999 Jónína Björk Vilhjálmsdóttir til Ástrlíu
• 1996-1997 Hjalti Kristjánsson til USA
• 1996-1997 Margrét Pálsdóttir til Japan
• 1993-1994 Jón Gunnar Geirdal til USA
• 1992-1993 Ivar Jónsson til USA
Sumarbúðir (Camps)
• Rótarýklúbbar eða Rótarýumdæmi umallan heim skipuleggja sumarbúðir.
• Tímabil, frá 1 - 4 vikur. Dvalið hjá fjölskyldu og/eða í sumarbúðum.
• Þátttakandi greiðir fargjald á áfangastað, tryggingar og vasapening fyrir einkaútgjöldum
• Gestgjafarnir greiða mat, gistingu, skoðunarferðir o.s.frv. Í sumum tilfellum er farið fram á greiðslu, tekið fram á boðslista yfir sumarbúðir.
Ungmennaskipti í 3 til 12 vikur (Family to Family)
Skipti milli tveggja fjölskyldna í sitt hvoru landinu, þar sem tveir unglingar af sama kyni og svipuðu reki fá að vera saman í allt að 6 vikur á heimili hvors annars eða samtals allt upp í 12 vikur. Þátttakendur greiða ferðakostnað, vasapeninga og tryggingar. -Frábært tækifæri til málanáms.
Ungmennaþjónusta Helstu kostir
Landkynning, “sendiherrar” og kynningarfulltrúar Íslands.Víkkar sjóndeildarhring nemans og klúbbfélagana og er mannbætandi. Stækkar tengsanet nemans og klúbbfélagana. Býr til rótarýfélaga framtíðarinnar. Stuðlar að friði í heiminum með kynnum milli þjóða. Á Íslandi eru 30 klúbbar > ef hver klúbbur sendir og tekur á móti skiptinema fimmta hvert ár værum við að senda 6 nema á ári hverju.
Þá tók til málsFríður Halldórsdóttir og sagði frá reynslu sinni af því að vera Rótarýskiptinemi í Brasilíu. – Dvölin þar var erfið og lærdómsrík og hefur haft áhrif á lífið alla götu síðan sagði Fríður. Hún mætti á Rótarýfund í hverri viku – félagarnir þar kostuðu ýmiskonar kennslu fyrir hana og buðu henni í ferðalög með fjölskyldum sínum. Fríður sagði að dvölin í Brasilíu hefði aukið sjálftraust hennar og sjálfsímynd. Hún taldi að íslensku klúbbarnir ættu að vera duglegri í þessu starfi, það væri svo mikið að vinna með því.