Fréttir
  • Magnus-Gunnarsson-21juni2011

21.6.2011

Á Rótarýfundi 21. júní fjallaði Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, um félagið, sem stofnað var á Alþingishátíðinni 1930. Sigurjón Sigurðsson flutti 3ja mínútna erindi.

Þriggja mínútna erindi Sigurjóns fjallaði um ferð hans á milli Freiburgar og í áttina að Bodensee í 24 stiga hita. Á leiðinni hægði mjög á allri umferð og var skýringanna að leita í hagléli og 15 sm. djúpum snjó. Skýringa taldi Sigurjón vera í því að heitt loft streymir frá jörðinni og þeytir regndropum upp í kaldari loftlög þar sem vatn breytist í sjókorn. Stærð kornanna voru 5 til 7 mm stór.

Fundurinn var í umsjón umhverfisnefndar og kynnti formaður hennar, Vilhjálmur Einarsson, fyrirlesara dagsins Magnús Gunnarsson, sem ræddi um Skógræktarfélag Íslands sem stofnað var á Alþingishátíðinni 1930. Félagið er samband skógræktarfélaga víðs vegar um landið. Markmið félagsins er að vinna að framgangi skógræktar og trjáræktar í landinu og vinna að hverskonar umhverfisbótum. Félagið leggur áherslu á að endurheimta skóga og vistkerfi þeirra enda er skógarþekjan á Íslandi nú um 0,3 %, en er hins vegar 29 % í Noregi. Magnús fjallaði um fjölmörg verkefni Skógræktarfélagsins eins og Landgræðsluskóga, vinaskóga, aldamótaskóga, opinn skógur, Kolviður, tré ársins, Yrkju, atvinnuátakið 2009 til 2011 og síðast en ekki síst Græna trefilinn. Innan Grænatrefilsins liggur Græni stígurinn frá Kaldárseli og að Esjurótum. Í Kópavogi um Guðmundarlund. Í lokin ræddi Magnús um að árið 2011 væri alþjóðlegt ár skógræktar og þær breytingar sem verða á umhverfi okkar með tilkomu hlýnunar jarðar.