Fréttir

24.8.2014

Kvennaknattspyrna í Kópavogi og Evrópu

Ingibjörg Hinriksdóttir

Rótarýfundurinn 26. ágúst var í umsjón Ungmennanefndar. Formaður er Geir A Guðsteinsson. 

Ingibjörg Hinriksdóttir var gestur fundarins og ræddi hún um knattspyrnu kvenna hjá Breiðabliki ásamt kvennaknattspyrnunni í Evrópu. 

Þriggja mín erindi flutti Begþór Halldórsson.

Forseti setti fundinn kl 12.15 og bauð gesti velkomna. Hann minnti á að umdæmisþing verður í Garðabæ 10 og 11 október n.k.

Helgi Ólafsson kvaddi sér hljóðs og minnti á golfmótið sem haldið verður fimmtud 4 sept n.k. kl 14.00. Hvatti hann félaga sem spila golf til að vera með í þessum skemmtilega viðburði með félögum okkar úr Borgum.

Þriggja mín erindi flutti Bergþór Halldórsson. Hann segir frasa eins og „Allir menn eru saklausir uns sekt er sönnuð“ vera pirrandi og raunar ótæk. Ætti þá frekar að vera „Allir saklausir þar til upp um þá kemst“ – Sekt verður ekki til í dómsal – menn sem fremja afbrot eru sekir frá þeim tíma en viðurlög eru dæmd í dómsal..Varðandi setninguna sem Bergþór lagði út frá gat hann þess að t.d. kirkjan hefði notað þessi rök um aldir. Hann vísaði til stjórnarskrár um þetta en þar stendur „skal talinn saklaus uns sekt sönnuð og/eða dómur fallinn. Breyta þyrfti hugsun varðandi þessi efni.

Geir A Guðsteinsson formaður Ungmennanefndar kynnti fyrirlesara, Ingibjörgu Hinriksdóttur en hún hefur verið ötul og óþrjótandi í baráttu fyrir jafnrétti knattspyrnukvenna á Íslandi í yfir 30 ár og m.a. setið í stjórn KSÍ.

Í erindi Ingibjargar um upphaf og sögu kvennaknattspyrnunnar kom skýrt fram að verulega hefur verið á brattan að sækja fyrir stúlkurnar. Á það við hvort sem um var að ræða æfingaaðstöðu og tíma sem og mót. Gat hún þess að fyrsta Íslandsmótið í knattspyrnu var haldið árið 1912 en það var ekki fyrr en 60 árum síðar, árið 1972 sem Íslandsmóti kvenna var komið á fót en þáverandi formaður KSÍ Albert Guðmundsson beitti sér m.a. mjög fyrir því. Ingibjörg sagði líka frá baráttu kvennaboltans innan FIFA . Ingibjörg sagði einnig frá kvennaboltanum í Breiðabliki sem er eina félag landsins sem hefur tekið þátt í Íslandsmótinu frá upphafi. Tapaði reyndar fyrsta leiknum 3-2 gegn Fram. Hún sagði frá glæstum sigrum Breiðabliksstúlkna t.d. gullaldartímabilinu 1977-1983 með 6 meistaratitlum en einnig frá mögru árunum þegar þær féllu úr deildinni en komu fílelfdar til baka tveimur árum síðar.. Ingibjörg sagði frá stofnun Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna til að sameina kraftana í baráttunni fyrir jafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar. Hún sagði frá „grastakkamálinu“ fræga og samskiptum við markaðsstjóra stórfyrirtækja sem lýstu vel baráttunni fyrir viðurkenningu kvennaknattspyrnunnar.