Fréttir
  • Emil Guðmundsson 20mars12

21.3.2012

Rótarýfundur 20. mars - Grænland, Granninn í vestri

Emil Guðmundsson hélt fyrirlestur um Grannann í Vestri – Grænland.  3ja mínútna erindi flutti Friðrik Hróbjartsson.

I 3ja mínútna erindi sínu fjallaði Friðrik um erindi sem honum barst frá Mongólíu um manntal Mongóla á Íslandi. Sagði hann frá framkvæmd þess og í stuttu máli frá málefnum ríkisins.

Fundurinn var í umsjón Menningarmálanefndar. Formaður hennar er Bryndís Hagan Torfadóttir. Kynnti hún fyrirlesara dagsins Emil Guðmundsson. Hann hefur til fjölda ára unnið við ferðamál bæði innanlands og utan. Emil var m.a. lengi hótelstjóri á Hótel Loftleiðum og starfmaður Flugleiða og forvera þess.

Emil hóf mál sitt á því að gera grein fyrir áhuga sínum á Grænlandi og sagði sögur um flug til Grænlands á vegum SAS og þeim áhrifum sem landið hafði strax á hann. Eftir fyrstu ferðina fór hann þangað árlega og ferðaðist mikið um landið. Árið 2004 hóf hann ferðir til Grænlands og hefur haldið þeim áfram síðan. Tók hann dæmi af ferðatilhögun ferða sem áformaðar eru 7.-10. júlí og 14.-17. júlí í sumar. Kryddaði hann frásögnina með sögum frá Grænlandi. Þá sagði hann frá annarri ferð á vegum danskrar ferðaskrifstofu þar sem Bryndís Torfadóttir verður fararstjóri. Að síðustu sýndi hann myndband frá Grænlandi.

Til máls tóku Haukur Hauksson, Kristófer Þorleifsson og Bryndís Torfadóttir. Farið var með fjórprófið og forseti sleit fundi kl. 13:30