Fréttir

16.8.2016

Stuðningur við íslenskar bókmenntir

Þorgerður Agla Magnúsdóttir

Rótarýfundurinn 16. ágúst var í umsjón Menningarmálanefndar. Formaður  er Guðný Helgadóttir. Fyrirlesari á fundinum var Þorgerður Agla Magnúsdóttir fagstýra bókmennta og kynningar hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Í erindi sínu fjallaði Þorgerður um stuðning við íslenskar bókmenntir. 3ja mínútna erindi flutti Benjamín Magnússon

Í upphafi fundar minntist forseti látins félaga, Stefáns Sigurðssonar, sem varð bráðkvaddur laugardaginn 13. ágúst og risu fundarmenn úr sætum og höfðu stutta þagnarstund til minningar um hinn látna.

Forseti flutti stutt ljóð eftir Jón úr Vör.

Þriggja mínútna erindi flutti Benjamín Magnússon. Hann ræddi um Miðbæ Kópavogs og sýndi sömu myndir og Ólafur Tómasson gerði vikunni áður enda sýndu þær vel hve bærinn hefur byggst hratt. Benjamín sýndi ýmsar nýjar hugmyndir sem hann var með um uppbyggingu Miðbæjarins.

Guðný Helgadóttir kynnti fyrirlesarann Þorgerði Öglu Magnúsdóttur sem er fagstýra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta og fór Guðný yfir fjölbreyttan náms- og starfsferil hennar.

Þorgerður ræddi í erindi sínu um stuðning við íslenskar bókmenntir en Miðstöð íslenskra bókmennta heyrir undir Mennta- og Menningarmálaráðuneytið og hefur það hlutverk að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. Miðstöðin sér einnig um styrkveitingar til útgáfu og þýðinga.

Fram kom í erindi Þorgerðar að þáttaka á Bókamessunni í Frankfurt þegar Ísland skipaði heiðurssess hafi verið gífurlega mikilvægt í kynningu erlendis.