Fréttir

18.1.2018

Pólfari segir frá ferðum sínum.

Haraldur Örn Ólafsson

Rótarýfundurinn 16. janúar var í umsjón Ferðanefndar en formaður hennar er Sveinn Hjörtur Hjartarson. Fyrirlesari dagsins, Haraldur Ólafsson Norðurpólsfari og Everestfari, sagði frá ferðum sínum.

Þriggja mínútna erindi flutti Jóhann Árnason.

Jóhann Árnason ræddi í þriggja mínútna erindi sínu um kosningaþátttöku á Íslandi.  Þátttakan fer stöðugt minnkandi en sé hún borin saman við kosningaþátttöku erlendis er hún góð.

Fundurinn var í umsjón Ferðanefndar en formaður hennar er Sveinn Hjörtur Hjartarson og kynnti hann fyrirlesara fundarins, Harald Örn Ólafsson, norður- og suðurpólsfara.

Haraldur tók til máls og greindi frá ferðum sínum og sýndi myndir frá ferðunum.  Hann byrjaði þó á því að segja að þessi ferðamennska væri erfð því bæði faðir hans og afi hefðu verið miklir ferðamenn.  Hann ræddi síðan um ferðir sínar yfir Grænlandsjökul, á suður- og norðurpól og Everest.