Fréttir

1.3.2016

Víkingarugl – uppruni Íslendinga

Árni Björnsson

Rótarýfundurinn 1. mars var á vegum menningamálanefndar, formaður Jón Sigurðsson. Aðalerindi fundarins flutti Árni Björnsson þjóðháttafræðingur og kynnti Guðmundur Lýðsson Árna. Þriggja mínútna erindi flutti Jón Sigurðsson..

Í upphafi fundar, sem varaforsetinn Sigfinnur Þorleifsson stýrði í forföllum Bryndísar Torfadóttur, kynnti Benjamín Magnússon nokkrar hugmyndir sínar um fána Rkl. Kópavogs en það mál bíður endanlegrar afgreiðslu. Aftur spruttu fram umræður um það hvar Rótarýmerkið megi vera á fánanum.

Þriggja mínútna erindi flutti Jón Sigurðsson formaður menningamálanefndar. Hann sagði frá námi sínu í forngrísku sem að sumu leyti væri frábrugðin latínu hvað varðaði blæbrigði og hann kvaðst hafa aukið við skilning sinn á íslensku við þessar athuganir og lærdóm allan. Helstu verk Grikkja eru til á forngrísku, sagði Jón og ein helsta niðurstaðan sem hann kvaðst komist að við lestur sinn væri sú, að það sem ritað var í fornöld væri í sjálfu alls ekki frábrugðið því sem menn væri að rita í dag, hugsunin væri ótrúlega áþekki. Í því sambandi minnti Jón á nútímaleg verk Evrípídesear. Platón birtist hinsvegar sem einhverskonar alræðisssinni og ekki allt prenthæft sem haft var eftir honum. Hann virtist á köflum hallur undir hugmyndir og þær sem þýskir þjóðernissinnar héldu fram á síðustu öld. Um það sem liggur eftir Sókrates t.d. varðandi hugmyndir hans um karlmennsku þá virtist sá frægi heimsspekingur hafa sótt visku sína til kvenna.

Það sem einkenndi alla þess andans menn var allt að því hömlulaus oftrú á hyggindum og skynsemi til lausnar á viðfangsefnum dagsins.

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur hélt aðalerindi fundarins og var yfirskritft erindis hans:

Víkingarugl – uppruni Íslendinga

Árni rifjaði upp þá tíð er hann var að svara fyrir ýmsar þær skýringar sem ferðamenn á Íslandi höfðu úr bæklingum varðandi uppruna Íslendinga og sögu okkar. Hann hefði fljótlega efast um ýmsar upplýsingar í þeim plöggum. Við héldum því nefninlega fram við værum að mest leyti komnir frá Noregi en rannsóknir hefði nú leitt í ljós að við værum að 60% leyti norrænir og 40% keltneskir. Afkomendur okkar hefðu sem sagt ekki aðeins komið fá Noregi heldur einnig frá Orkneyjum, Hjaltlandseyjum og Írlandi. Íslenska þjóðin væri þessi blanda.

Því var stundum haldið fram að þjóð væri samansafn af Víkingum. Slíkt væri fjarstæða. Þvert á móti hefðum við verið á flótta undan ofbeldismönnum þeim sem Víkingar voru nefndir. Á hátíðastundum tefldum við stundum fram glæsilegum skipum hinna svonefndu Víkinga en Víkingaskipin voru illa búin til langra siglinga en skip okkar frá þessum tíma, knerrir voru til þess betur fallin og voru aðal samgöngutæki okkar á sjó.

Árni ræddi merkingu orðsins Víkingur en samkvæmt nær öllum gömlum sögnum merkir orðið víkingur morðingi og ræningi og þó að sú þjóð sem byggði Ísland hafi verið á flótta undan þess háttar lýð þá megi finna eitt og annað í Íslendingasögunum, t.d. Egils sögu, frásagnir af því er söguhetjurnar hafi í skamman tíma lagst út með slíkum lýð.

Orðið Vikingur virðist vera sprottið upp úr einhverskonar afbrigðum orðsins vík, eða vic og orðsins villain sem þýðir þorpari og er skylt orðinu village þ.e. þorp.

Fyrir nokkru síðan milduðust hugmyndir manna um víkinga. Útrásarvíkingur sem hafði um tíma hafði fremur þægilega merkingu í hugum þorra landsmanna. Íslendingar hafa eins og aðrar þjóðir falsað söguna. Þannig hafi Danir byggt sögusvið utan um leikbókmenntapersónuna Hamlet. Við höfum eignað okkur Víkingana t.d. í sambandi við minnisvarða en raunsærri myndir af okkar frægustu sonum landkönnuðunum Leifi Eiríkssyni og Eiríki rauða hafa ávallt vikið fyrir „víkingavæðingu“ þeirra.

Árni sagði að þrátt fyrir allt mætti kalla söguöldina Víkingaöld. Í því væri nokkur sannleiksbroddur þrátt fyrir alt.