Fréttir
  • Borgir haus

6.12.2012

Heimsókn til Rótarýklúbbsins Borga

Rótarýklúbbur Kópavogs (RK) er móðurklúbbur Borga og var fullgildingarhátíð klúbbsins haldin 6. febrúar 2001 á 40 ára afmæli RK. Rótarýklúbburinn Borgir sýndi þann höfðingsskap að bjóða félögum RK á fund hjá sér án endurgjalds.

17 félagar í RK þáðu hið góða boð og sátu líflegan og skemmtilegan fund. Kristján Guðmundsson rakti
þá sögu, þegar 12 aðilar fóru úr Kópavogsklúbbnum til að stofna Borgir. Af þeim eru 8 enn í klúbbnum.

Guðmundur Ólafsson ávarpði samkomuna og minntist nokkuð frjálslega aðdragandans að stofnun Borga. Sagði hann að nokkur þrýstingur hefði verið á klúbbnum að taka inn konur. Lausnin hefði verið að búa til nýjan Rótaryklúbb sem væri með konur til jafns við karla. Varð honum að orði og vottaði fyrir nokkurri öfund, þegar hann leit yfir fagran kvennahópinn á fundinum: „Hvað vorum við að hugsa?“

Marteinn Sigurgeirsson sýndi nokkrar myndir frá sameiginlegum ferðum klúbbanna til Vesturheims fyrir nokkrum árum, en 88 tóku þátt í ferðinni.

Í lok fundar steig Baldur Líndal, formaður Kópavogsklúbbsins upp og þakkaði fyrir móttökurnar og lýsti ánægju sinni með klúbbinn og heimsóknina og bauð Borgarfélaga velkomna á fund.