Fréttir
  • Hreiðar Örn 2 8jan12

8.1.2013

Menningin í Mosfellsbæ

Rótarýfundurinn 8. janúar var í umsjón menningarmálanefndar. Formaður hennar er Geir Guðsteinsson. Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, formaður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar, var fyrirlesari og fjallaði um menningarmál í Mosfellsbæ og stefnu bæjarfélagsins í þeim málum. 3ja mínútna erindi féll niður.

Geir A. Guðsteinsson kynnti ræðumann dagsins, Heiðar Örn Zoega Stefánsson, formann menningarnefndar Mosfellsbæjar og framkvæmdastjóri Lágafellssóknar.

Heiðar byrjaði með spurningu: Hvað er menning?

Svar samkvæmt Orðabókar Menningarsjóðs er:  „Þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf. Einnig má bæta við sameiginlegum arfi, siðfræði og trú.

Heiðar upplýsti að íbúar Mosfellsbæjar væru um 9000, ört vaxandi, framsækið og nútíma bæjarfélag. Hann fór yfir verkefni menningarmálanefndar og taldi upp. Umsjón með söfnum, listaverkum, rekstur félagsheimila, vinabæjarsamskipti, gera tillögur um styrki til lista ofl.

Menningarmálanefnd skipuleggur og sér um ýmsa viðburði svo sem jólaball, þrettándagleði, sumardaginn fyrsta, þjóðhátíðardaginn, fjölskylduhátíð, Í túninu heima, sem haldin er í ágúst.

Nefndin útnefnir bæjarlistamann Mosfellsbæjar.

Í lokin fór Heiðar yfir verkefni sem væri verið að vinna að og nefndi m.a. ferðaþjónustu og stuðning við fornleifagröft að Hrísbrú.