Fréttir
Rótarýklúbburinn Borgir afhendir Rótarýklúbbi Kópavogs glæsilega myndabók frá 50 ára afmælinu á 11 ára afmælishátíð sinni.
Kristján Guðmundsson, forseti Borga, afhendir Helga Laxdal bókina. Guðbergur Rúnarsson, gjaldkeri, er með Helga á myndinni.
Í gær, 13. apríl, voru 11 ár liðin frá stofnun Rótarýklúbbsins Borga og var haldið upp á daginn með glæsilegri móttöku fyrir félaga og maka þeirra í dag. Eins og við mátti búast var dagskráin fjölbreytileg og skemmtileg með tónlist og snjöllum ræðum og ávörpum. Helga Laxdal, forseta, og Guðbergi Rúnarssyni, gjaldkera, hafði verið boðið til afmælisfundarins og við þetta tækifæri afhenti Kristján Guðmundsson, forseti Borga, glæsilega bók með myndum þeim, sem teknar voru á 50 ára afmælishátíð klúbbsins okkar 6. febrúar s.l. Helgi Laxdal þakkaði síðan fyrir gjöfina með snjallri ræðu.