Fréttir

9.11.2017

Forval fyrir næstu stjórn klúbbsins og rekstraráætlun fyrir 2017-2018

Rótarýfundurinn 7. nóvember var í umsjón stjórnar. Fundarefni var forval fyrir næstu stjórn 2018 – 2019.
Þriggja mínútna erindi flutti Kristófer Þorleifsson

Í þriggja mínútna erindi sínu ræddi Kristófer um fjölgun mannkyns og velti fyrir sér hvenær kæmi að því að ekki væri rými fyrir alla á jörðinni.

Gjaldkeri kynnti rekstraráætlun starfsársins 2017 – 2018. Nokkur umræða var um rekstraráætlunina sem var síðan samþykkt.

Gengið var til forvals til stjórnar næsta starfsárs.

Forseti þakkaði Guðmundi Ólafssyni fyrir að sjá um útgáfu félagatalsins.

Rætt var um að taka eða senda skiptinema. Ásgeir talaði um að það væri æskilegra að einhver úr klúbbnum myndi hýsa skiptinemann. Ekki var tekin ákvörðun um þetta mál.

Forseti ræddi um hugsanlega breytingu á fundarstað og fundartíma. Werner tók til máls og
kom með tillögu um að gera þetta að seniorklúbbi.