Fréttir
  • Þorleifur Friðriksson

11.10.2011

Á Rótarýfundi 11. október var Þorleifur Friðriksson fyrirlesari og fræddi fundarmenn um skipulagðar ferðir, einkum til austur Evrópu

Í upphafi fundar las forseti upp bréf frá Kolbeini Þór Bragasyni þar sem hann segir sig úr klúbbnum vegna náms.

Forseti las síðan upp þakkarbréfbréf frá fjölskyldu Stefáns M Gunnarssonar fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför Stefáns og þann heiður sem honum var sýndur við útför hans þann 7. október.

Bergþór Halldórsson kynnti fyrirlesara dagsins, Þorleif Friðriksson. Þorleifur er sagnfræðingur, nam í Lundi og Kaupmannahöfn. Hann hefur verið farastjóri í mörg ár og hóf rekstur eigin ferðaskrifstofu 1997, Söguferðir.  Leiðsögn hefur aðallega verið í ferðum um austur Evrópu.

Þorleifur rakti dæmi um ferðir. Pólland hefur vakið sérstakan áhuga hans ásamt örþjóðum sem hann nefnir hulduþjóðir. Þá sagði hann frá Gdansk og endurbyggingu hennar eftir stríð.

Annað dæmi var flug til Berlínar, heimsókn til Krakow, Varsjár, Úkraínu, Moldóvíu og Hvíta Rússlands.

Pólland Slóvakía er önnur hugmynd þar sem ekið er í gegn um Karpatafjöllinn. Þar er að finna tvær hulduþjóðir.

Þá nefndi hann ferð um Balkanskaga sem mjög spennandi kost.

Búlgaría er vaxandi ferðamannaland og ýmislegt fróðlegt að sjá bæði í menningu og landslagi.

5 landa sýn er heimsókn til landanna í kringum Adríahafið.

Til máls tóku Kristján Þór Finnsson, Jón Ögmundsson, Haukur Hauksson, Ólafur Wernersson.