Bryggjan við Albertsbúð í Gróttu
Agnar Erlingsson
Rótarýfundurinn 29. apríl var í höndum Klúbbþjónustunefndar en formaður hennar er Guðmundur J. Þorvarðarson. Agnar Erlingsson í Rótarýklúbbi Seltjarnarness sagði frá endurgerð bryggjunnar við Albertsbúð í Gróttu, sem klúbbur hans hefur staðið fyrir. Þriggja mínútna erindi flutti Guðmundur Lýðsson.
Í þriggja mínútna erindi sínu sagði Guðmundur Lýðsson frá sinni fyrstu sjóferð, þá 15 ára á varðskipinu Óðni. Lagt var af stað frá Reykjavík, ferðin gekk hægt fyrstu tvo dagana þeir siluðust rétt fyrir Reykjanesið, enda kallinn í brúnni illa fyrirkallaður. Á þriðja degi þegar farið var að nálgast Vestmannaeyjar var breskur togari staðinn að ólöglegum veiðum 1,4 mílu innan 4 mílna landhelginnar en hún var færð út í 4. mílur 1952. Siglt var að togaranum og skotið að honum viðvörunarskotum. Togarinn var færður til hafnar í Vestmannaeyjum og fóru réttarhöld fram þar. Í miðjum réttarhöldum hófst messa hjá Betel og var sungið af svo miklum krafti að farið var fram á að messu yrði frestað á meðan réttað var. Ýmislegt var gert til að lyfta mannskapnum upp m.a. var farið í land í Papey, lundi veiddur og tínd ber.
Fundurinn var í umsjón Klúbbþjónustunefndar. Guðmundur Jens kynnti fyrirlesara dagsins Agnar Erlingsson. Agnar er skipaverkfræðingur, starfaði m.a hjá breskum og norskum verkfræðistofum. Hann var framkvæmdastjóri Norsk Veritas á Íslandi um 25 ára skeið.
Agnar tók til máls og sagði frá verkefni rótarýklúbbs Seltjarnarnes við endurgerð Albertsbúðar og bryggju sem var framan við verðbúðina. Bryggjan var smíðuð í búskapartíð Jóns Alberts Þorvarðarsonar vitavarðar í Gróttu á árunum 1931 til 1970. Fyrir 35 árum var verbúðin að falli komin en þá tók klúbburinn að sér að gera við verðbúðina. Ástand bryggjunnar var orðið mjög lélegt. Brúargólfið að mestu horfið og hleðslur að gefa sig. Fyrir tveimur árum var látið til skarar skríða við bryggjusmíðina. Klúbburinn fékk að nýta efnivið úr bryggju sem verið var að rífa í Örfirisey. Úrvalsviður þannig að eftir viðgerðina er bryggjan sterkbyggðari en hún var í upphafi. Við enda bryggjunnar var gömul hleðsla endurgerð og dekk steypt yfir. Klúbburinn hefur greitt allt efni en Seltjarnanesbær lagt til vinnuvélar og vinnuframlag starfsmanna bæjarins. Lofsvert framtak að frumkvæði Rótarýklúbbs Seltjarnarness.
Á gömlum kortum sést að Grótta var ekki eyja heldur breiður nyrsti hluti ness. Í Básendaflóðinu 1799 eyddist land við Gróttu þannig að eftir það var hún eyja í hafi. Fyrsti vitinn í Gróttu var byggður 1897. Nýi vitinn var tekin í notkun 1947.
Hér að neðan má sjá bryggjuna og Albertsbúð, eins og hún lítur út núna.