Kvenréttindi og ábyrgð karla
Þorsteinn Sæmundsson
Rótarýfundurinn 26. apríl var á vegum þjóðmálanefndar en formaður hennar er Kristinn Dagur Gissurarson. Fyrirlesari dagsins var Þorsteinn Sæmundsson, alþingismaður. Þriggja mínútna erindi flutti Werner Rasmusson.
Þriggja mínútna erindi flutti Werner Rasmussen. Hann hóf mál sitt á umfjöllun um það þegar sjö apótekarar stofnuðu heildsölu um lyfjainnflutning í febrúar árið 1956. Hét fyrirtækið Pharmaco. Þá voru alls kyns þvergirðingar í þjóðlífi, höft og tregða sem þýddi skort á lyfjum og tengdum vörum. Stofnendur mættu stundum því viðhorfi að þetta væri allt saman og eingöngu gert í gróðaskyni. Werner ræddi vítt og breytt um verslun með lyf, stofnun Delta árið 1981 og komu Actavis inná markaðinn en hjá því fyrirtæki stafa í dag um 10 þús manns.
Aðalerindi fundarins flutti Þorsteinn Sæmundsson þingmaður. Það var Kristinn Dagur Gissurarson formaður þjóðmálanefndar sem kynnti Þorstein. Þorsteinn, sem tók sæti á Alþingi eftir síðustu kosningar, sagði fundarmönnum frá því að starfið á þingi væri það skemmtilegasta sem hann hefði nokkru sinnt innt af hendi. Ánægjan væri ekki síst fólgin í því að hitta fólk á öllum stigum þjóðfélagsins. Erindi hans var helgað málefnum kvenna og þeim skuggahliðum samfélagsins sem birtist í kampavínsklúvbbum og mansali. Hann hefði kynnst þessum málaflokki sem stafsmður hjá sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli árin 1997 – 2008 og það hefði verið áfall fyrir sig þegar sá hrollkaldi veruleiki blasti við að mansal er stundað á Íslandi. Hann ræddi í því samhengi um ofbeldi á konum og rakti tölur frá Bretlandseyjum þar sem áætlað er að af 60 þús nauðgunum á ári séu aðeins um 25% hluti þeirra kærður til lögreglu. Þorsteinn kvaðst hafa ákveðið að kynna sér þennan málaflokk betur með því að sækja kvennaráðstefnu SÞ í New York fyrra - fyrir eigin reikning. Þar sem eiginkona hans var einnig með í för þótti þátttakan tortryggileg þ.e.a.s. að „karlhlunkur“ úr Framsóknarflokknum væri mættur á þennan vettvang. Hvað um það, Þorsteinn kvaðst hafa heyrt hrikalegar lýsingar á ofbeldi gagnvart konum, af misþyrmingum á kynfærum þeirra og þar fram eftir götunum. Ein kona stóð í ræðustól og lýsti sýruárás sem hún varð fyrir af manni eftir að hafa hafnað bónorði hans.
Þorsteinn kvaðst hafa íhugað þá hugmynd að Íslendinar ættu að rýna betur í þjóðfélagsaðstæður og viðhorf gagnvart konum þegar teknar væru ákvarðanir um þróunaraðstoð. Það kom fram í máli kvenna frá vanþróaðri rikjum á þessari ráðstefnu að menntun kvenna væri lykilatriði í sókn til betra lífs og vonar. Í ferð sinni kvaðst hann hafa kynnt sér miðstöð vegna heimilisofbeldis í New York en þar í borg eru varla nema um 50% íbúa fæddir í Bandaríkjunum. Aðstæður margra eru erfiðar vegna stöðu þeirra sem ólöglegir innflytjendur, kærur væru í því ljósi tvísýnar og réttarstaða almennt.
Þorsteinn kvaðst telja tímabært að karlar tækju þátt í þessari umræðu og hann hefði farið þá leið og kvaðst sjálfur vera alveg jafn ófullkominn maður og hver annar. En þar sem karlar eru gerendur verða þeir að taka ábyrgð, sagði hann lokum.