Fréttir

12.11.2014

Ebólu-faraldurinn - niðjafundur

Sigurður Guðmundsson

Rótarýfundurinn 11. nóvember var í umsjón Ungmennanefndar. Fundurinn var niðjafundur og mættu margir félagar með börn sín og barnabörn.- Fyrirlesari var Sigurður Guðmundsson fyrrv. landlæknir og fjallaði hann um Ebólu-faraldurinn.

Alls mættu yfir 70 manns á fundinn, félagar og gestir sem voru börn og/eða barnabörn (niðjar) klúbbfélaga.

Forseti bauð gesti sérstaklega velkomna og sagði síðan frá Rótarýhreyfingunni og fyrir hvað hún stendur. -Hann sagði m.a. frá Pólío plús verkefninu og siðareglum Rótarý sem fælust m.a. í fjórprófinu sem farið væri með í lok hvers fundar.

Geir A Guðsteinsson form Ungmennanefndar kynnti fyrirlesara Sigurð Guðmundsson fyrrv. landlækni. Sigurður lauk læknanámi frá HÍ 1975 og doktorsprófi frá HÍ 1993. Sérmenntun í lyflækningum og smitsjúkdómum nam hann í Madison, Wisconsin í USA. Sigurður var landlæknir 1998-2008. Hann varð prófessor í lyflækningum við HÍ 1999. Sigurður starfaði í Malaví í Afríku að þróunarverkefnum í heilsugæslu. Hann er professor og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala Íslands. Kona hans er Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur. Sigurður er rótarýfélagi í Rkl. Reykjavíkur.

Erindi sitt nefndi Sigurður Guðmundsson; “Ebólu-faraldurinn”. Hann sagði að 90% þeirra sem fá sjúkdóminn deyja. -Afríka er svæðið þar sem Ebóla sjúkdómurinn er og fátækrahverfi stórborga álfunnar svæðin sem smit berst hraðast út. Má þar kenna um ýmsum siðvenjum fólksins, kannski að stærstum hluta. -Ebóla er þráðveira sem veldur hitasótt sem dregur fólk til dauða. –Ebóla smitast við snertingu við líkamsvessa. Meðganga er 2–21 dagur. Ekki smitandi meðan á meðgöngu stendur en mjög smitandi eftir að einkenni koma í ljós þ.e. snerting við líkamsvessa viðkomandi sjúklings er nokkuð örugg ávísun á smit.. 

Þrátt fyrir að Ebóla hafi verið þekkt í Mið- og Austurafríku um nokkurt skeið og síðan gýs upp faraldur í Vesturafríkulöndunum, þar sem smit berst hratt út á þéttbýlum svæðum, er það fyrst í mars 2014 sem heilbrigðisyfirvöld í Guineu biðja um aðstoð alþjóðasamfélagsins, sem svo lætur á sér standa.

Sjúkdómseinkenni Ebólu eru; Skyndilegt upphaf að slappleika, mikils hita, höfuðverks, lystarleysi og beinverkja. Eftir ca 5 daga koma mikil uppköst, niðurgangur ofl.þ.h. -Þeir sem lifa sýna bata eftir 6-11 daga. -Dauði yfirleitt innan 2ja vikna. Sigurður sagði að faraldurinn væri öðruvísi í Miðafríku en í Vesturálfunni, stökkbreyting í veirustofninum hefði átt sér stað.

Fátækt er ein megin ástæða fyrir Ebólu faraldrinum. Siðir og venjur einnig, t.d. að þvo og búa um lík sinna nánustu. Þá er tortryggni gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og fáfræði mikil “Ebóla er ekki til” þetta eru bara galdrar segir sumt fólk í þessum löndum.. Efnahagur þessara landa sem harðast hafa orðið úti er einnig í rúst.

Meðferð þ,e, lyfjameðferð er ekki til því ekki er vitað hvort lyf sem reynd hafa verið virka. Siðferðilegar spurningar vakna einnig um hverjir eigi að fá lyfin.

Hvernig á svo að stöðva útbreiðslu. - >Finna sjúklinga, greina og einangra. >Finna þá sem þeir hafa umgengist sömuleiðis og einangra. >Fræðsla t.d. um það hvað óhætt er að borða oþh.

Hvað með vesturlandabúa? Ótti er skiljanlegur og möguleikinn á að sýktur aðili komi til nágrannalanda okkar eða til Íslands er vissulega fyrir hendi. Það mun ekki valda faraldri í okkar heimshluta, til þess eru heilbrigðiskerfi okkar of öflug sagði Sigurður Guðmundsson fyrrv landlæknir.

Erindi Sigurðar Guðmundssonar læknis var afar fróðlegt og vel flutt. Hann sýndi einnig myndir sem hann hafði sjálfur tekið þegar hann var við störf sem læknir í Afríku. Virðing og væntumþykja hans fyrir álfunni er mikil. 

Óhætt er að fullyrða að fyrirlestur Sigurðar um þennan mikla vágest sem Ebóla veikin er hafði mikil áhrif á yngri sem eldri á fundinum.