Fréttir
  • Erna Bjarnadóttir

29.11.2011

Rótarýfundur 29. nóvember -Samningar Íslands við ESB um landbúnaðarmál

Erna Bjarnadóttir, landbúnaðarhagfræðingur, flutti erindi um samninga Íslands við ESB um landbúnaðarmál. Jóhann Árnason flutti 3ja mínútna erindi um göngu sína á fjallið Kilimanjaro í Japan.

Forseti kynnti fyrirhugaða tónleika Rótarý 6. janúar 2012. Þar koma fram Andri Björn Róbertsson, bassasöngvari og Hulda Jónsdóttir, fiðluleikari styrkþegar Tónlistarsjóðs Rótarý auk Kristjáns Jóhannssonar og  Jónasar Ingimundarsonar.

3ja mínútna erindi flutti Jóhann Árnason og sagði frá afmæli sem boðið var til á toppi Kilimanjario í september 2011. Því þurfti að klífa fjallið til að mæta til veislu.

Fundurinn var í umsjón Alþjóðanefndar. Formaður hennar er Sigbjörn Jónsson.  Sævar Geirsson kynnti fyrirlesara dagsins, Ernu Bjarnadóttur, sviðsstjóra félagssviðs Bændasamtaka Íslands (BÍ) og fjallaði hún um áhrif ESB aðildar á landbúnað.

BÍ hafa frá upphafi dregið upp sérstakar varnarlínur vegna ESB umsóknar. Þá greindi hún frá umsóknarferli þeirra landa sem gengið hafa í sambandið á undanförnum árum. Taldi hún talsverðan mun á þeim og aðstæðum á Íslandi.

Meginatriði þeirra varnarlína sem BÍ hefur er áhersla á heilbirgði búfjár, matvæla og jurta. Annað atrið er frelsi til að ríkisstyrkja landbúnað og úrvinnsluiðnað. Sú þriðja er tollvernd búgreina en hún er nú metin á 5-7 milljarða króna. Útgjöld íslendings til kaupa á mat og drykk er sú sama og meðaltal Evrópubúa.

Fjórða atriðið er réttur til að tryggja félagslega stöðu og afkomu bænda. Í 5 lagi að styrkir til landbúnaðar verði þeir sömu hvar sem er á landinu. Í 6 lagi réttur til sjálfbærrar nýtingar hlunninda og eðlilegra varna gegn rándýrum og meindýrum. Í 7 lagi að eignaréttarlegri stöðu bænda veri ekki raskað og aðgengi að góðu ræktarlandi tryggð.

Innihald aðildarsamnings er óþekkt stærð. Áhrif á verðlag yrði mun minna en haldið hefur verið fram vegna þess hve vægi innfluttra landbúnaðarvara er lítið í útgjöldum heimila.  Fækkun búa er óhjákvæmileg verði af aðild og fækkun starfa í landbúnaði í kjölfarið.