Fréttir

25.8.2015

Með Ísland í hjartanu

Atli Ásmundsson

Rótarýfundurinn 25. ágúst var í umsjón ferðanefndar. Ræðumaður dagsins var Atli Ásmundsson, fv. ræðismaður Íslands í Winnipeg og sagði frá lífi og starfi Íslendinga í Vesturheimi. Hlynur Ingason flutti 3ja mínútna erindi

Þriggja mínútna erindi flutti Hlynur Ingason. Hann ræddi um gildi tónlistar og minntist á þátt hjá RÚV um Gylfa Þ. Gíslason fyrrum formann Alþýðuflokksins og menntamálaráðherra sem hefði fundið sitt athvarf í tónlistinn á starfssömum ævidegi. Í sama steng hefði tekið rithöfundurinn Halldór Laxness sem ekki hefði hikað við kalla tónlistina hið æðsta og fegursta listform. Rannsóknir sýndu fram á, sagði Hlynur að hlustun á tónlist gæti virkjað ýmsar heilastöðvar og hefði þess vegna ótvítætt gildi í baráttu við elliglöp og alzheimer sjúkdóminn.


Með Ísland í hjartanu var aðal erindi fundarins sem Atli Ásmundsson aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, Kanada á árunum 2004 – 2013 flutti. Atli kynnti sig lítillega fyrir fundarmönnum og nefndi að í starfi sínu sem ræðismaður hefði eiginkonan reynst sér mikil stoð og stytta. Hann hefði kynnst henni í Fiskiðjunni í Vestmanaeyjum á árunum fyrir gos og tekist eftir ófáar atrennur náð að vinna hjarta hennar og hefðu þau síðan bollokað þetta saman í meira en 40 ár. 


Atli sagði frá því að í starfi sínu á slóðum Vestur-Íslendinga hafi saga landflutninganna, sem hófust á ofanverðri 19 öld, alltaf verið sér nálæg og ekki síst sá djúprætti mannlegi harmleikur margra sem hefði falist í því að skilja kannski við sína nánustu á hafnarbakka í litlu þorpi og vita að endurfundir væru nánast útlokaðir. Í huga þessa fólks táknaði brottflutningurinn hinsvegar von - en áframhaldandi vera táknaði vonleysi. Hvað varðaði umfang landflutninganna gat Atli þess að árið 1911 þegar liðin voru meira en 30 ár frá fyrstu komu íslensku landnemanna hafi mátti telja þá í kringum 25 þúsund en opinberar tölur um fjöldann heima á Íslandi voru þá uppá rösklega 80 þúsund manns. 

Fyrstu íslensku landnemarnir hefðu getið sér gott orð fyrir vinnusemi og heiðarleika. Tók Atli dæmi um konu á fertugsaldri sem hefði tekið sig upp ásamt 15 ára syni sínum. Þau hefðu verið skráð ómagar í opinber plöggum heima á Íslandi en brotist til metorða í nýja landinu. 

Var honum tíðrætt um þann hlýhug sem fólk af íslensk bergi brotið bæri til Gamla Íslands. Það kæmi fram í svo mörgu t.d. nafngiftum, á götum og gamlir íslenskir réttir væru í hávegum hafðir fólks á þessum slóðum. Margir hefðu tekið sér nafn eftir þeim stað sem þeir yfirgáfu. Eyfjörð er þekkt eftirnafn, Laxdal er annað og svo mætti lengi telja. Hvergi væri nálægðin við Ísland meiri en í Gimli. Enn má þar finna fólk sem talar þar lítalausa íslensku. Þá má aldrei gleyma umfangsmikilli útgáfu tímarita og öðru rituðu efni. 

Atli nefndi nokkra minnisstæða karaktera sem hann hefði kynnst á árum sínum í Winnipeg. Hann kvaðst hafa bankað uppá hjá ófáum Vestur-Íslendingum og alls staðar hafi hlýlegt viðmót umfaðmað hann. Vafingslaust var kannski nefndur helgur staður í huga þess. „Hvernig er umhorfs í kringum Lónið,“ sagði einn gamall maður.

Binni trillukall var annar sem virtist stíga ölduna þegar hann talað við fólk og bar sig eins og sjómenn á Austfjörðum eða Siglufirði.. 

Njáll Barðdal lét lengi vel sér fátt um finnast um hina fornu arfleifð en þegar faðir hans tók hann með sér heim til Íslands og þeir heimsóttu ýmsa staði á landinu héldu svo á Þingvöll og svo aftur heim til Kanada þar sem sem faðirinn lést skömmu síðar. Þá gerðist Njáll Barðdal einhver mesti velgjörðarmaður sem Ísland hefur átt vestra. Greiddi hann götu eigi ófárra Íslendinga, skaut yfir men skjólshúsi, efndi til matarboða og ók fólki á sögustaði ýmist á kadilják eða öðrum tignarlegum bensíndrekum.