Fréttir

19.8.2014

Guðmundarlundur

Rótarýfundurinn 19. ágúst var haldinn í Guðmundarlundi um kvöldið.

4. fundur starfsársins og fundur nr. 2698 frá stofnun klúbbsins var haldinn þriðjudaginn 19 ágúst 2014 kl. 18.00 í Guðmundarlundi í umsjón Landræðslunefndar

19 félagar mættu á fundinn ásamt 13 fylgdarmönnum þeirra, þar af 10 makar. Tveir gestir voru á fundinum þau Benedikt Axel Ágústsson sem var skiptinemi á vegum klúbbsins í Bandaríkjunum 2013-2014 og Monique Paula Farin frá Brasilíu sem var skiptinemi á vegum klúbbsins hér á landi árið 2002-2003 og með henni vinkona hennar frá Brasilíu.

Bragi Michaelsson félagi vor og form Skógræktarfél Kópavogs fjallaði um uppbyggingu skógræktar í Guðmundarlundi og um starfsemina sem þar fer fram. Einnig var fjallað um skógræktarlundinn sem merktur er Rótarýklúbbi Kópavogs í Selhólum og um atvinnuátak sem tengist Guðmundarlundi.

Benedikt Axel sagði frá reynslu sinni sem skiptinemi í Bandaríkjunum. Monique ræddi á íslensku um reynslu sína frá Íslandi. Hún starfar í dag sem lögfr´ðingur og segist elska Ísland og íslenskt samfélag. Hún er staðráðinn í að koma aftur til landsins og þá með kærasta sínum.

Samhliða fundinum var grillveisla, þar sem grillað var í hálfopnum skála, en að sjálfsögðu fóru veisluhöldin fram úti í kvöldblíðunni. Bragi Michaelsson var jafnframt grillmeistari og sýndi þar frábæra takta sem í raun gáfu meistarakokkum ekkert eftir.

Kvöldfundinum lauk upp úr kl 19.30.