Fréttir

10.3.2015

Nýsköpun og áhættufjárfestingar

Páll Kr. Pálsson

Rótarýfundurinn 10. mars var í umsjón Starfsþjónustunefndar. Formaður er Jón Emilsson. - Gestur fundarins og fyrirlesari var Páll Kr. Pálsson hagverkfræðingur og ræddi hann um nýsköpun og áhættufjárfestingar. - Þriggja mín erindi flutti Magnús Már Harðarson.

Þriggja mín erindi flutti Magnús Már Harðarson og sagði frá nágrönnum sínum á uppvaxtarárum í Kópavogi. - Erindi Magnúsar er eftirfarandi í heild sinni;

Nágranni í nánd er betri en bróðir í fjarlægð“ - Nágrannar mínir á árunum 1956 -1964

Ég bjó á heimili foreldra minna að Digranesvegi 40c (Digranesvegur 74 í dag)

Á móti (í dag Digranesvegur 73) bjó Kristján Gíslason leigubílstjóri, kallaður Kristján stóri sannleikur. Sonarsonur hans er Haraldur Gíslason tónlistarmaður í hljómsveitinni Botnleðju og formaður félags leikskólakennara

Í næsta húsi við Kristján, austan megin, bjó og býr fyrrum félagi okkar Páll Bjarnason prentari og hans fjölskylda.

Í húsinu, vestan við hús Kristjáns bjuggu Þórdís og Snorri Helgason hljóðfærasmiður og píanóstillingamaður, sonur Helga Pálssonar tónskálds og bróður Gerðar ( Gerðarsafn)

Í húsinu sem í dag er Digranesvegur 69, bjó Hlöðver Kristjánsson rafvirki og kona hans Kristjana Esther Jónsdóttir meðal þeirra barna; Binna (bekkjasystir undirritaðs) búsett í Vestmannaeyjum. Valþór framkvæmdastjóri Athygli ehf og Bryndís fyrrum þingkona

Digranesvegi 42, - Gestur Gíslason trésmiður og leikari og eiginkona hans Líney Bentsdóttir, afskaplega skemmtilegt fólk, Gestur var sérstaklega mikill húmoristi og einstaklega bóngóður. Börn þeirra Gísli ljósmyndari (Ljósmyndavörur) og Sigrún hárgreiðsludama, sem er látin fyrir nokkrum árum.

Böðvar Guðmundsson frá Hnífsdal, kennari. Einstakt ljúfmenni og mikill mannvinur.

Í kjallaranum hjá Böðvari bjuggu Stefán B Einarsson múrarameistari og Guðmunda Marín Jóhannsdóttir, þeirra börn Einar Stefánsson og Áslaug Ólöf. Þessu ágætu hjón voru alltaf kölluð - Gói og Gógó. - Stefán var formaður Breiðbliks um tíma (1ár)

Það var þó nokkur samgangur milli þessara fjölskyldna. Nokkrar af þessum húsmæðrum hittust reglulega í morgunkaffi, þegar eiginmennirnir voru farnir til vinnu sinnar, oftast á milli kl. 10:00 og 11:00 -Samskipti í dag. -Í dag eru nokkrir afkomendur þessa ágæta fólks „nágrannar og vinir“ á Facebook.

---------------------------------------------

Fundurinn var í umsjón starfsþjónustunefndar og kynnti Kristófer Þorleifsson fyrirlesara, Pál Kr. Pálsson hagverkfræðing. –Páll er fæddur í Reykjavík 1953 og lauk meistaragráðu í verkfræði í Þýskalandi. Hann hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi í Íslensku atvinnulífi. Hann hefur einnig setið í fjölda stjórna í fyrirtækjum af ýmsum toga. Páll hefur einnig kennt og kennir við HR, HÍ og Tækniskóla Íslands. Páll er auk þess framkv.stj. og meðeigandi Skyggnis ehf., ráðgjafafyrirtæki og Tvídranga ehf., fjárfestingafélag. Páll Kr. Pálsson er félagi í Rkl. Reykjavíkur. –

„Stjórnun Nýsköpunar“. -Rannsóknir og þróunarstarfsemi = Fjármagn verður að þekkingu. - Nýsköpun = Þekking verður að fjármagni. -Þannig hóf Páll erindi sitt um þessi mál. Hann sagði Nýsköpun vera forsendu/lykilatriði til að viðhalda stöðu fyrirtækja og stofnana og tryggja vöxt þeirra. Þar skiptir sköpum að ná sem bestu hugsanlegu nýtingu fjármuna sem varið er til endurbóta í rekstri og markaðssóknar sem skilgreind eru sem svið nýsköpunar. Ferðaiðnaðurinn og heilbrigðisvísindi geta orðið burðarstólpar í þjóðfélaginu sagði Páll ef rétt er að málum staðið.

Kjarna atriði í nýsköpun er að nýta fjármagn sem allra best – að endurbæta og gera betur þá hluti sem við gerum í dag er nýsköpun. – Páll fjallaði um það ferli sem kallað er Defination of innovation. ( Breytingar til batnaðar ) sem mörg stór fyrirtæki í heiminum nota í dag;

• Innovation radar: Offering innovation

• Customer innovation, Operation innovation and Relationship innovation.

Páll sagði að sjávarútvegur og stóriðja gæfu miklu meiri tekjur pr. stöðugildi en ferðaiðnaðurinn sem stæði þar langt að baki. Hann taldi umræðu um þessi mál og skipan þeirra oft vera á villigötum í þjóðfélaginu í dag.

Páll sagði einnig aðspurður m.a. að Lífeyrissjóðir ættu ekki að setja fjármagn í svo kallaða nýsköpun og/eða aðrar áhættufjárfestingar, til þess væri hættan á að tapa slíku fjármagni allt of mikil að hans mati.

Margar góðar fyrirspurnir og fróðleikur kom einnig fram hjá fundarmönnum að loknum fyrirlestri Páls um þessi mál.