Fréttir

14.2.2018

Komið grænum skógi' að skrýða

Ólafur Wernersson

Rótarýfundurinn 13. febrúar var i umsjón Landgræðslunefndar. Formaður hennar er Sævar Geirsson. Fyrirlesari á fundinum var Ólafur Wernersson. Þriggja mínútna erindi flutti Guðmundur Ólafsson.

Þriggja mínútna erindi flutti Guðmundur Ólafsson.  Talaði hann um fyrirhugaða golfkeppni klúbbanna í Kópavogi, Rkl. Borgir og Rkl. Kópavogs, sem fyrirhugað er í Hveragerði, hugsanlega 28.júní og þeir sem ekki spila golf fari í gönguferð.

Sævar kynnti fyrirlesara  fundarins, félaga okkar Ólaf Wernersson.  Nefndi hann fyrirlesturinn : Komið grænum skógi að skrýða.  Fjallaði hann um starfsemi Skógræktarfélags Kópavogs og skógræktarsvæði í Kópavogi.


Vormenn Íslands! - Yðar bíða
eyðiflákar, heiðalönd.
Komið grænum skógi' að skrýða
skriður berar, sendna strönd!
Huldar landsins verndarvættir
vonarglaðar stíga dans,
eins og mjúkir hrynji hættir,
heilsa börnum vorhugans.