Fréttir
Umdæmisstjóra Rótarý afhent 50 ára afmælisbókin
![Umdaemisstora-afhent-bokin Umdaemisstora-afhent-bokin](../../../../media/kop_50_ara_bokin/Umdaemisstora-afhent-bokin.jpg)
Hinn 1. mars s.l. heimsótti Helgi Laxdal, forseti Rótarýklúbbs Kópavogs, Margréti Friðriksdóttur umdæmisstjóra í skrifstofu hennar í Menntaskólanum í Kópavogi og afhenti henni eintak að bókinni, sem gefin var út í tilefni 50 ára afmælis klúbbsins 6. febrúar 2011. Margrét þakkaði fyrir gjöfina og hafði á orði að efnið væri bæði læsilegt og vel fram sett. Hún gat sérstaklega um það hvað allar myndirnar sem prýða bókina gerðu mikið fyrir textann.